Jazzblaðið - 01.10.1948, Blaðsíða 7

Jazzblaðið - 01.10.1948, Blaðsíða 7
árunum buðu Þjóðverjar honum að fara í hljómleikaferð um Þýzkaland, og vildu borga GO þús. franka, en það var helmingi meira en hann átti þá kost á í Frakklandi. Hann var enginn Þjóðverjavinur og setti upp 120 þús franka, og tók neitun Þjóð- verjanna með brosi á vör. Svo fréttist að Django hefði fallið í loft- árás. Jazzblöð heimsins birtu minningar- greinar um hann. í bandaríska blaðinu Downbeat birtist grein eftir vin hans Roger Kay. Þar segir eitthvað á þessa leiö: Allt líf hans var í fyllsta máta óvenjulegt. Hann hafði íbúð á leigu, en hann kom þar ekki nema endrum og eins. Hann flæktist um með gitarinn sinn og svaf á bekkjum skemmtigarðanna. Oftast var hann blank- ur, enda þótt hann hefði sæmileg laun. Við atvinnurekendur var hann hinn versti við- ureignar. Ef honum leiddist að leika í hljómsveitinni, sem hann var ráðinn hjá, þá bara stóð hann upp tók hatt sinn og gítar, hneigði sig og fór. Síðan lét hann ekki sjá sig í tvær, þrjár vikur eða jafnvel lengur. Hann hafði mikinn áhuga á Nietzche og Schopinhauer og hafði yndi að tala um heimsspeki. En músikinni unni hann mest, og hann lék bara eins og honum sýndist sjálfum og ekkert gat komið honum til að hvika frá því. Hann lærði aldrei að lesa nótur, en hann lék erfiðustu klassisk tón- verk eftir eyranu, svo snilldarlega að aðrir tónlistarmenn göptu af undrun. — En Django var ekki dauður, og nú virt- ist hann hafa kynnt sér lítils hóttar nótur og hljómfræði, því að hann hefur samið tvær synfóníur, og hefur önnur þeirra, Draumahöllin verið leikin í samnefndri franskri kvikmynd. Áhugamál hans eru fjölmörg, meðal annars málar hann af kappi og segja þeir sem séð hafa verk hans, að þau séu furðulega góð, einkum olíumál- verkin. Django er hóvær og lítillátur og talar ekki mikið um sjálfan sig eða gítarleik sinn. Tilgerð er honum óþekkt fyrirbrigði, og þegar aðdáendur hans eiga erfitt með að finna hin í'éttu hástig lýsingarorðanna, er hann leikur erfiðustu hluti án minnstu fyrirhafnar, þá brosir hann vantrúaður. * Ef einhverjir hefðu hug á að kynna sér leik Django, þá nefni ég hér nokkrar plöt- ur, sem hann hefur leikið á. „Confessin’" og „Continental“ (Oriole Lv 102). „Chine boy“ og „St’ Louis blues“ (Decca F 5824). „It don’t mean a thing“ og „Moonglow" (Decca F 5831). „Swing guitars" (H.M.V. b. 8532). „Improvisation" (Decca F 6935). J. M. Trommuleikarinn Sonny Greer er aldrei of mikils metinn. — Gene Krupa. Ella Fitzgerald hefur verið uppóhalds- söngkona mín í fjölda ára og er enn — hún er óviðjafnanleg. — Perry Como. Mér hefur ætíð geðjast að öllu, sem Ellington hefur gert og ég álít hann hafa beztu bljómsveit sem uppi er. — Tex Beneke. Mér hefur alltaf fundist Louis Armstrong góður — hann leikur ef til vill ekki eins kröftugt og áður, en hugmyndir hans eru alltaf snjallar. — Dizzy Gillespie. Stan Hasselgard er eini klarinetleikar- inn, sem ég hefi heyrt í í langan tíma, sem er góður. — Benny Goodman. ^azzbfaílS 7

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.