Jazzblaðið - 01.10.1948, Side 12

Jazzblaðið - 01.10.1948, Side 12
Svavar Gests: FRÉTTIR 0% FLEIRA ERLENT. Mary Lou Williams réðst í Goodman sext- etinn þegar Teddy Wilson hætti. Til mála getur komið að klarinetleikari sextetsins, Stan Hasselgard og tenór-saxleikarinn Wardell Gray stofni eigin hljómsveitir. Bassaleikarar. Johnny Miller er nýlega hættur í King Cole tríóinu og tók óþekktur bassaleikari að nafni Joe Comfort sæti hans. — Chubby Jackson er nú aftur byrjaður að leika með hljómsveit Woody Herman. — Vissirðu, að Ed Safranski, bassaleikar- inn hjá Stan Kenton, er fæddur í Póllandi, og að hann lék mörg ár á fiðiu í Pittsburg symfóníuhljómsveitinni. Gale Frega er hætt- ur að leika í Joe Mooney quartettinum. Kai Winding trombónleikarinn, sem áður lék með Kenton og söngvarinn Buddy Stew- art, er með mjög góða sex manna hljóm- sveit. Með þeim er mjög efnilegur tenór- saxafónleikari að nafni Gene Ammons, en hann er sonur hins þekkta boogie píanó- leikara Alberts Ammons. Gene Williams, sem nýlega er hættur að syngja með hljómsveit Claude Thornhill, hefur stofnað eigin hljómsveit. Fran Warr- en söngkona Thornhill hljómsvéitarinnar er nýlega farinn að syngja sjálfstætt. Johnny Bothwell altó-sax leikari hefur nýlega tekið við stjórn unglingahljómsveit- ar þeirrar er bar sigur úr býtum fyrir rúmu ári síðan í kosningum tímaritsins Look, um titilinn bezta unglingahljómsveit Bandaríkjanna. Meðalaldur meðlimanna er 19 ára. Kenny Hagood, sem stundum er nefndur l’ancho, er nú farinn að syngja sjálfstætt. I-Iann söng áður með hljómsveit Dizzy Gill- espie og er hann talinn í röð fremstu söngv- ara Bandaríkjanna. Plötur. (Framhald úr síðasta blaði). Nokkrar nýútkomnar fyrsta flokks jazz- plötur. Charlie Ventura: East of Suez. I'eggy Lee: Don’t smoke in bed. Chubby Jackson: L’Ane. ./. ./. Johnson: Mad Be- Bop. Charlie og Leo Parker: Leaping Leo. Dizzy Gillespie: Ool-ya-koo. Woody Her- man: Keen and peachy. Julia Lee: Lotus blossom. New sounds in modern music: Al- búm með fjórum plötum leiknum af þekkt- ustu Be-Bop leikurum U.S.A. (Meira í næsta blaði). Rcd Norvo vibrafónleikari gifti sig í ann- að sinn fyrir 2—3 árum eftir að hann hafði skilið við fyrri konuna (auðvitað), en hún er söngkonan Mildred Bailey. Nýlega eign- aðist sú seinni dóttur og strax og Lionel Hampton frétti það ákvað hann að senda þeirri nýfæddu lítinn vibrafón í vöggugjöf.. 12 ýazzltaáié

x

Jazzblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.