Jazzblaðið - 01.02.1949, Blaðsíða 6

Jazzblaðið - 01.02.1949, Blaðsíða 6
cr, hefur leikið talsvert með Illinois Jacquet. Charlie Ventura, sem nú er álitinn fremsti tenós-saxafónleikari Bandaríkjanna ok er auk þess stjórnandi vinsælustu smá- hljómsveitaririnar þar, var orðinn átján ára gamall er hann tók til að leika. Hann er nú 31 árs. Hann byrjaði með altó-saxa- fón, en tók svo tenórinn nokkrum árum síðar. Hann stofnaði brátt eigin hljómsveit, sem lék í nágrenninu, síðar lék hann með hinum og þessum hljómsveitum, unz hann fór til Gene Krupa, þar sem hann varð fyrst frægur í heimi jazzleikara og unn- enda. Margir hafa heyrt leik hans á fjöida V-disc platna, sem hingað bárust í stríð- inu, en þar getur að heyra hina ótrúleg- ustu tækni og dásamlegan tón, sem svo margir blásarar eiga erfitt með að sam- eina. Platan „Dark eyes“ með Gene Krupa tríóinu, er skínandi dæmi um snilli Charlie. Arið 1946 stofnaði hann stóra hljómsveit, sem kollvarpaðist eftir nokkra mánuði. Þá stofnaði hann sína litlu hljómsveit, sem eftir nokkrar breytingar var og er eins og ég sagði áðan, vinsælasta og þá einnig bezta litla hljómsveitin í Bandaríkjunum um þessar mundir. Píanóleikarinn hans, Itoy Krahl, útsetur mestallt fyrir hljóm- sveitina og á Charlie honum allt að þakka, livað henni viðvíkur. Lester Young lék í hljómsveit Count Basie frá 1939—41, og má heyra hann á öllum Basie plötum frá þessum árum. Hann er með frekar bragðdaufan tón, en þrátt fyrir það lék hann meistaralega sólóar, fullar af frumlegum hugmyndum, og tækni hafði hann í ríkum mæli. Margir sögðu, að hann mundi ekki komast langt með þess- um tón sínum, en með hjálp Basie hljóm- sveitarinnar varð hann brátt frægur, og þegar hann hætti þar 1941, líktu ungir tenór-saxleikarar jafnvel ennþá meir eftir lionum en Hawk og er þá mikið sagt. Ilann fór í herinn á stríðsárunum og þegar hann losnaði 1945, réðst hann um tíma til Norman Granz, sem stóð fyrir jazzhljómleikum, sem haldnir voru víða í Bandaríkjunum. Um þetta leyti tók Lester upp be-bop stílinn og hefur lítið að honum kveðið síðan. Don Byas tók sæti Lester hjá Basie er hann hætti þar. Þeir sem áður höfðu spáð Lester litlu fylgi, sneri nú við blaðinu og sögðu að Basie hljómsveitin væri búinn að lifa sitt fegursta þegar Lester hætti þar, annar eins tenór leikari væri vart til. En svo fór nú ekki, þetta voru liálfgerðir fals- spámenn. Hljómsveitin varð jafnvel ennþá vinsælli er Byas tók við. Hann var mun snjallari tenóristi en Lestei', hafði alveg einstaklega mýkt í tóninum og tókst honum afar vel upp í hægum lögum, svo sem „Gloomy sunday“ og öðrum stíkum. Tækni hans var einnig mun skemmtilegri en hjá fyrirrenn- ara hans, og var hann síðar meir einn af fyrstu tenór-sax be-bop leikurunum. Hann hefur um alllangt skeið verið með litla hljómsveit, sem leikið hefur í 52. stræti í New York og víðar. Eg get ekki lokið grein þessari án þess að segja frá Flip Phillips, saxistanum, sem frægur varð í hljómsveit Woody Herman frá 1944—47. Hann byrjaði með altó eins og Ventura, en tók tenórinn fyrir síðar. Klarinetleikari er hann einnig ágætur. Hann byrjaði með eigin hljómsveit innan við tvítugt, lék síðan með Red Norvo, Frankie Newton, Larry Bennett og fleir- um, áður en hann fór til Woody. Með hljóm- sveitinni iék hann á allmargar plötur, og kornu þar ágætlega fram hinir miklu hæfi- leikar hans og hefur hann undanfarin tvö ár verið kosinn bezti tenórleikari Banda- ríkjanna. Því miður er ekki pláss til að geta nánar um þá Vido Musso, sem var hjá Kenton og er nú með eigin liljómsveit. Wai-dell Gray, sem er nú í hinni nýju hljómsveit Benny Goodman, Lucky Thomp- son hinn mikli be-bop meistari, og hinn unga Allan Eager og enn yngri Gene Ammons. Jazzblaðið. Næsta hefti blaðsins verður með nokkuð iiðru sniði, en áður hefur verið. Nýir dálkar hefja göngu sína, sem athyglis- verðir verða. 6 $a::lUiÁ

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.