Jazzblaðið - 01.02.1949, Blaðsíða 12

Jazzblaðið - 01.02.1949, Blaðsíða 12
1922-1948 Þá, ev lásu grein Leonavds Feath- ev um Stan Hasselgavd í síðasta hefti Jazzblaðsii'.s, hefur sennilega ekki órað fyrir því, að þeir voru að lesa um mann, sem ekki vav lengur í lifenda tölu. Nokkru áður en blaeið kom út, fórst Stan í bif- reiðarslysi í Bandarík.junum. Þessi ungi listamaður var ekki nema tuttugu og sex ára að aldri, o,v hafði hann aðeins dvalið í Bandaríkjunu:n, heimalandi jazzins, í rúmt ár, en þó getið sér fvægðarorð, sem einstaklega góður jazzleikari, eins og sjá má á úrslitatölum Metronome kosninganna á öðrum stað í blaðinu, en þar er hann kosinn þriðji bezti jazz-klarinetleikari Bandavíkjanna. Bennv Goodman, fvemsti .jazz-klarinetleikavi sem uppi er, taldi Stan sérlega góðan og hinir vandiátu jazzgagn- rýnendur tónlistablaðsinr. Metronome, töldu hann einhvern efnilegast.'. .jazzleikara, sem fram hefur komið síðari árin. Viðvík.jandi nánari upplýsingum um Þtan Hasselgard, sem öllum jazzunnendum er mikil eftirsjá í, vísa ég til greinar Feather í desembev liefti Jazzblaðsins. — S. G. Hugmynd Eitt af þeim aðkallandi vandamálum, sem jazzleikarar í þessum bæ þurfa að taka til athugunar, er vöntun á kjallara. Rúmgóðum og hlýjum kjallara til að jamma í. Þar þyrfti að vera hægt að koma og spila og hlusta seinni part dag, þegar hljóð- færaleikurunum leiðist venjulega mest. f salnum þyrfti að vera píanó. Það mætti vera gamalt. Bara ef það væri píanó og' ekki mjög falskt. Astæðan er sú, að það er ekki hægt að halda á píanói undir hend- inni eins og hægt er með flest önnur jazz- hl.jóðfævi. Sennilega vævi hægt að fá píanó fyriv iítið. Ég vissi til dæmis um eitt, sein stóð lengi úti í blómagarði vestur i bæ. Eigandinn hefði sennilega látið það fyrir molakaffi og nokkrar sígarettur. En nú er þetta of seint. Það hefur vignt svo mikið síðan. Píanó skemmast í mikilli vign- ingu. Nú er þetta á öskuhaugunum, ónýtt. Annars verður sennilega erfitt að útvega heppilegan kjallara. Ég hugsa að það væri klárast, að einhver náungi, sem hefði ráð á slikum k.jallara og vildi selja appelsín og kók, og vildi um leið gera smá bissniss, sæi um þetta kram. Þetta hlyti að vera m.jög arðvænlegt fyrirtæki. Eins og allir vita, mega hljóðfæraleikarar ekki spila lengur í almennum, danshúsum,. en til kl. eitt eða tvö. Þá eru menn oft að komast í stuð, einmitt á þeim tíma, sem þeir eru tilneyddir að hætta leik sínum. Það hljóta allir að sjá, að þá væri mjög heppilegt að geta farið í kjallarann og jammað, því ven.julega er bannað að pípa í heimahús- um um þetta leyti dags. Helzt ættu ekki aðrir að fá aðgang að kjallaranum en þeir, sem eitthvað vissu úm .jazz og óviðkomandi vævu látnir bovga, að minnsta kosti eitt- hvað að drekka, til þess að fá aðgang. Út úr öðrum vandamálum fer ég ekki að benda á leiðir strax, en vil mælast til þess, að þeir sem eru þessu máli hlynntir eða einhverjir, sem gætu útvegað kjallara, sendi nöfn sín og upplýsingar til blaðs- ins um stað og stærð og merki umslög sín: „Kjallarinn". don marino sjálfur. 12 $azzlUi&

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.