Jazzblaðið - 01.02.1949, Blaðsíða 16

Jazzblaðið - 01.02.1949, Blaðsíða 16
Svavar Gests: FRÉTTIR o9 FLEIRA ERLENT. Bill Harris trombónleikari, sem lék hjá Woody Herman í gömlu hljómsveitinni, er nú byrjaöur í þeirri nýju. Terry Gibhs hinn ungi vibrafónleikari, er einnig kom- inn til Woody. Söngkona hljómsveitarinnar er Mary Ann McCall. Ben Webster tenór-saxafónleikari, sem lék hjá Duke Ellington fyrir nokkrum árum, er nú byrjaður aftur með hljómsveitinni. Benny Goodman hefur nú stofnað stóra hljómsveit. Að þessu sinni er ekki hægt að segja nákvæmlega frá hverjir eru með honum. Wardell Grey tenór-saxafónleikari er einn þeirra og Buddy Grego, sem hætti með eigið tríó, er Goodman réði hann, er annar. Hann leikur á píanó og syngur með hijómsveitinni. Xavier Cugat, sem hlotið hefur viður- nefnið „Konungur Suður-amerískrar músik- ar“, fer með hijómsveit sína í fyrsta skipti til Suður-Ameríku, í miðjum febrúar. Hann kom fram með hljómsveit sinni í nýgerðri Hollywood-kvikmynd að nafni „Luxury liner“. f sömu mynd leikur einnig trompet- leikarinn Rafael Mendez, sem almennt er talinn mesti trompetleikarinn, sem nú er uppi. (Hann getur meira að segja leikið jazz). Beryl Davis, enska söngkonan, sem sung- ið hefur í Bandaríkjunum undanfarið og nokkrum sinnum hefur verið minnst á í fréttadálkum Jazzblaðsins, giftist nýlega þekktum amerískum „disc-jockey“ að nafni Peter Potter. Sá hörmulegi atburður gerðist um ára- mótin, að trommuleikarinn Dave Tough fannst liggjandi á götu með mikið sár á höfðinu, og lézt hann innan tuttugu og fjögurra stunda. I’essi atburður gerðist í heimaborg hans Newark í New Jersey. (Nánar verður sagt frá þessu i næsta blaði). Hitt og þetta. Stan Hasselgard, hinn ungi sænski klarinetleikari, sem leikið hefur í Bandaríkjunum undanfarið, lézt í bilslysi um mánaðarmótin nóv.—des. (Sjá grein á öðrum stað í blaðinu). — Nýi bassaleikar- inn í Joe Mooney <|uartetinum, heitir Vinny Burke. — Teddy Napoleon píanóleikari, er nú með eigið tríó. Hann lék um eitt skeið með Gene Krupa. — Chano Pozo (Luciano Conzales var fæðingarnafn hans) bongo- trommuleikari í hljómsveit Dizzy Gillespie, dó í New York um áramótin. — Plötubann- inu, sem verið hefur í U.S.A. undanfarið ár, er nú aflétt og geta hljómsveitirnar nú tekið við að ieika inn af kappi. — New Orleans trompetleikarinn Bunk Johnson fékk snert af slagi fyrir nokkru og er ó- víst að hann muni leika meira. — Kid Madison, annar New Orleans trompetleik- ari, lézt eftir nokkra legu í desember. — Milton Buckner, sem lengi hefur leikið hjá 16 $a»LUi.f

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.