Jazzblaðið - 01.02.1949, Blaðsíða 11

Jazzblaðið - 01.02.1949, Blaðsíða 11
ttð Ileim verdi svuraiS mjöy ýturlvya, l>ví allir er jazztónlist unna (u<j vilja fylyjast i/ied) veröa aö fá svör viö þessum spurn- inyum, ef þeir hafa ekki þeyar fenyiö þau. tíy vil éy að þeim veröi svarað í næsta hlaði, ef hægt er. Hver eru undirstööuatriðin í Boogie Woogie, Be-bop, Dixieland, Hot jazz, Stomp, Ray, Blues, Sweet oy New Orleans stílnum? Hvað er kontrapunktur? Meö fyrirfram þökk um vxntanleg svör. Svar. Til að leysa ýtarlepja úr þessum S]>urningum, eins og bréfritari krefst, þyrft- um við að nota allan árgang blaðsins, og væri það ósanngjarnt gagnvart öllum öðr- um lesendum þess, en þó má benda á, að í áður útkomnum heftum blaðsins, er margar fræðigreinar um jazzinn og ætti bréfritari að athuga þær. Latneska heitið á kontrapunkti er punctus contra punctum, sem þýða mætti nóta á móti nótu. Kontrapunktur er eitt af æðri stigum raddsetningar, sem of langt mál yrði að útskýra hér, enda ekki ætlun- in að birta slíkum spurningum í þessum dálkum, þó að þessi hafi verið birt, þar sem hún fylgdi þeirri fyrri. Lawrance. Til Jazzblaösins. Eg er vijöy ánxgður meö síöuna „Úr ýmsum áittum". Þar er margt fróðlegt að finna og á hún vafalaust eftir að veröa mjög vinsæl meðal lesenda. Mig langar til aö heyra eitthvaö um trombónleikarann fræga Lawrance Brown, og helztu plötur hans meö hljóm- sveitum Hamptons og Ellingtons. Vonast cftir mynd ef til cr. Þórarinn Óskarsson. Svar. Brown er fæddur í borginni Law- rance í Kansasfylki í U.S.A. 3. ágúst 1905. Hann lærði á bljóðfæri sitt í skóla og byrj- aði að leika opinberlega í hljómsveit Curtis Mosby og síðar með Paul Howard 1927— 30. Síðan með Les Hite og Louis Arm- strong og byrjaði hann hjá Duke Ellington 1932 og þar hefur hann leikið síðan. Hann hefur leikið á öllum plötum með Ellington síðan. „The Sheik“ og „Ilosc of Rio Grande“, er glöggt dæmi um hina miklu hæfileika hans. Með Armstrong lék hanll á plötunni „Confessin“ og með Ham])ton „Buzzin“ a round with the bee“, Whoa baby“, „Stompology", „Memories of you“, „The jumpin’ jive“ og „Twelfth street rag“. Einnig hefur Brown leikið inn á nokkrar plötur með „all-star“ hljómsveitum. Mynd kemur af Brown í öðru tölublaði hér frá. Jan.. Eg vona að Jazzblaöið greiöi fyrir mig úr nokkrum spurningum, sem cg x.tla aö lejgja fyrir þaö. 1. Er rétt aö nota petalana, þegar spilað er á píanó. 2. Er liljómsveit spilar, óútsett lög, veröa þá allir leikendurnir að spila í sama dúr? 3. Ef svo er, í hvaöa dúr er þá hclzt spilað? Jt. Hver eru takmörk improviseringar? Með fyrirfram þökk og ósk um velgenyni. J.-son. Svar. 1. Sennilega hafa petalarnir verið settir á píanóið, til þess að þeir væru not- aðir, þar sem við á, en jazzleikarar gera frekar lítið af því að nota þá. 2. Að sjálf- sögðu leika allir í hljómsveitinni í sömu tóntegund, hvort sem um er að ræða út- setta eða óútsetta músik. Þess ber að geta, að hljóðfærin eru ekki öll stemd eins. T. d. eru klarinet og trompet í B meðan píanó er í C. Þar af leiðandi þurfa þessi hljóð- færi að leika einum tón hærra en píanóið. Sé t. d. leikið í C-dúr, leika þau í D-dúr o. s. frv. Nokkrar algengustu tóntegund- irnar eru c, g, d, a, f, b, es, as, og' des dúr. Um takmörk improviseringar og allt henni viðvíkjandi, fæst vart betri skýring en grein l’. E. Miller í 7.-8. tölublaði Jazzblaðsins. ^azzífjiS 11

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.