Jazzblaðið - 01.02.1949, Blaðsíða 13

Jazzblaðið - 01.02.1949, Blaðsíða 13
Miðnæturhljómleikar 1. febrúar 1949 HALLBJÖRG BJARNADÓTTIR Hljómleikar þessir, sem voru í Austur- bæjarbíó, hófust, góðu korteri of seint, regla, sem fáir bregða út af þegar hljóm- leikar eru haldnir hér. Þeir voru haldnir í tilefni af því, að tíu ár eru liðin síðan Hallbjörg söng í fyrsta skipti opinberlega. Hún söng að þessu sinni m. a. iög, sem þekkt höfðu verið, það og það árið allt frá 1939. Til dæmis söng hún „Near you“ fyrir árið 1942. Lag, sem ekki var samið fyrr en 1947. Það voru hálf leiðinleg, eða eigum við að segja brosleg mistök. Hljóm- sveit sú, sem lék undir söngnum, var skipuð þessum mönnum: Einar Markússon píanó, Vilhjálmur Guðjónsson altó-saxafón og klarinet, Hallur Símonarson bassi og Karl Iíarlsson trommur. Þeir leystu hlutverk sitt vel af hendi, því það er engiiin barna- leikur að leika undir 10—20 sönglögum svo vel fari. í hlénu lék Einar Markússon hið ágæta lag Richards Rodgers „Lover“ og gerði hann það prýðilega. Hljómsveitin lék „The world is waiting for the sunrise", og gerði hún því góða lagi afar léleg skil. Flýtti „tempóinu", svo eitt sé nefnt. Um söng Hallbjargar get ég ekki mikið dæmt um. Ef mark er takandi á lófaklappi, þá hefur hún staðið sig mjög vel, því óspart var klappað. En vart getur það kallast söngur, er hún gerði í lögum eins og „Dinah“ og „Sorne of these dayes“, þar sem hún öskraði beinlínis. Ef til vill hefur hún haldið að þetta mundi vekja hrifningu hjá fólkinu, en svo var nú ekki. Verið get- ur einnig, að hún hafi verið að líkja eftir negrasöngkonum, og er það þó enn meiri fyrra. Slíkt öskur þekkist ekki þar. í blues lögum, hjá söngkonum eins og' Ressie Smith, sem frægust var um 1930, heyrir maður þessu máske rétt bregða fyrir (á plötum). En hins vegar er „Dinah“ ekkert blues iag, og svo segir dagatalið 1949. „Alexender’s ragtime band“, sem er líkt tveim fyrrnefndum lögum, söng' Hallbjörg reglulega skemmtilega. Það var fyrr á dag- skránni og hefur hún þá sennilega ekki verið komin að öskrunum. En bezta lagið fannst mér þó „Just kissed your picture goodnight“, sem kynnt var fyrir árið 1941 minnir mig. Það var hægur foxtrot, sem hún söng mjög vel, og naut hún sín áber- andi bezt í slíkum lögum. Tvö lög eftir hana sjálfa voru á söngskránni. Þau hétu „Iceland swing" og „Window raindrop serenade“. Lítil, lagleg lög. Fyrir árið 1949 söng hún nýtt amerískt lag, „Maybe you’ill be there“. Meira fannst mér vanta af nýjum lögum. Fyrst og fremst af því að söngkonan er nýkominn frá útlöndum og svo af því að þeir söngvarar, sem hér koma fram með hljómsveitum, fylgjast ein- staklega vel með. Eru ætíð með alveg ný amerísk lög, lög, sem sum eru vart farin „að ganga“, eins og sagt er, á meginlandi Evrópu. Á hljómleikunum kom fram eiginmaður Hallbjargar, Fischer Nieisen og sýndi hann hrað- og sjónhverfingateikningar. Þessu er ekki hæg't að lýsa. Hver og einn verður að sjá það. Þetta er algjör nýjung hér á landi, og það skemmtileg nýung. Ég sá „Bland- aða ávexti“ upp úr áramótum. Þeir urðu að hafragraut á móti þessu eina atriði. S. G.

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.