Jazzblaðið - 01.02.1949, Blaðsíða 17

Jazzblaðið - 01.02.1949, Blaðsíða 17
Lionel Hampton á píanó, hefur stofnao sextet. — Wendell Marshall bassaleikari, frændi Jimmy heitins Blantons, sem lék hjá Duke Ellington, leikur nú h.já Ellington og er hann sagður mikið efni. Hann er með bassann, sem Jimrny átti. Róbert Þórðarson skrif- ar frá Los Angeles. Nýjasta músikmynd- in frá þeim í Holly- wood heitir „A song is born“. Hún ætti að vera vel þegin af jazz- unnendum, því að eft- irtaldir jazzleikarar koma fram í myndinni: Charlie Barnet, Tommy Dorsey, Benny Goodman, Louis Armstrong, Lionel Hampton, Mel Powell, Benny Carter, Barney Bigard, Vic Dick- enson, Zutty Singleton og nokkrir fleiri Eg tek ekki fram hljóðfæraskipun, því þetta eru allt vel þekktir náungar. Mel Powell píanóleikari og trommuleikarinn Prankie Carlson, sem lék í fyrstu hljómsv. Woddy Herman, leika nú í MGM „stúdió“- hljómsveitinni í Hollywood. Trommuleikar- inn Lee Young (bróðir tenór-saxleikarans Lester), er hættur að leika hjá Columbia, en hann hefur í langan tíma verið eini negrinn, sem leikið hefur í „studíó“-hljóm- sveit í Hollywood. Johnny Moore, bróð- >r guitajrleikarans Oscars, hefur nýlega verið með quartet sinn í Kaliforníu. Þeim var tekið afar vel, sem sennilega er nokkuð að þakka hinum ágætu plötum þeirra, >,Gloria“ og „Groovie Movie“, sem mikið eru leiknar í útvarpinu. Dixiland jazz- bljómleikar voru haldnir í Hollywood fyrir aramót ok komu þar fram hvorki meira né 'uinna en fimmtíu fremstu Dixiland-leik- ai'ar landsins. Kveðja. — Róbert. innlent. Enn hafa orðið talsverðar breytingar á þessum fáu hljómsveitum bæjarins. Ólafur Gaukur guitarleikari, hætti í hljómsveit Carls Billich fyrir nokkru, og mun hann ekki leika meira næstu mánuði, þar sem hann er bundinn við skólanám. — Guð- nundur Vilbergsson trompetleikari, er hætt- ur hjá Birni R. Einarssyni og' hefur eng- inn komið í skarðið. — Ólafur Pétursson tenói'-saxafón leikari, er hættur í hljóm- sveit Aage Lorange, og kom Jóhann G. Halldórsson, sem stjórnaði hljómsveit Góð- templarahússins, í hans stað. — Karl Jóna- tansson er nú kominn með hljómsveit sina í Tivoli. Skipun hljómsveitarinnar er þessi: Karl á tenór-sax, Jón Ó. Asmundsson píanó, Karl Adolfsson klarinet, Páll Ólafsson bassi og Arnljótur Sigurðsson trommur. — í Alþýðuhúsinu í Hafnarfirði leika nú þeir Árni ísleifs á píanó, Magnús Randrup á tenór-sax og Friðþjófur Sigurðss. trommur. Magnús er mjög snjall saxafónleikari, og tvímælalaust með beztu jazzleikurum okk- ar. — Annar saxafónleikari, sem reyndar er með altó, að nafni Ríkarður Jóhannsson, leikur í hljómsveitinni í Báruhúsinu á Akranesi. Hann er mjög efnilegur jazz- leikari, og einstaklega áhugasamur. — Björn R. Einarsson trombónleikari, er nú ekki lengur eini trombónleikarinn okkar. Eins og sjá má á kosning-aúrslitunum ann- ars staðar í blaðinu, þá eru þar tveir aðrir að nafni Þórarinn Óskarsson og Ólafur Gaukur. Magnús Pétursson píanóleikari í hljómsveit Eyþórs Þorlákssonar, gæti orð- ið góður trombónleikari, ef hann æfði eitt- hvað að ráði. Fjórði nýliðinn heitir svo Guð- mundur R. Einarsson (hvers vegna ekki) og er liann í tímum hjá Birni, sem má vera sig á að kenna honum ekki of mikið, því maðurinn er efni. Guðmundur er ein- hver snjállasti hljóðfæraleikari, sem ég þekki. Fyrir nokkrum árum kynntist ég' honum á þann hátt að hann lék fyrir mig „Dinah“ á gamla hálfónýta fiðlu. Skömmu síðar var hann farinn að leika á trommur. Já, hann munaði ekki mikið um að hrista píanóið svolítið. Á klarinet getur hann leik- ið prýðilega. í fyrravetur gekk ég fram hjá, heima hjá honum, og heyrði í altó- saxafóni. Nú, hugsa ég, hann á þá þessa Johnny Hodges plötu eins og fleiri. Svo var þó ekki, hann var að fikta við hálf- ónýtan saxafón, sem Gunnar Ormslev átti. Nú er það trombóninn. Hvað kemur næst? S. G. flarzLfaStS 17

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.