Jazzblaðið - 01.07.1949, Blaðsíða 4

Jazzblaðið - 01.07.1949, Blaðsíða 4
llm trompetleikara eftir Svnvar Gests og Hnll Simonarson Fyrsti trompetleikarinn, sem átti að hafa leikið jazz hét Buddy Bolden. Hann er auk þess sagður fyrsti jazzleikarinn, og mun hann hafa byrjað að leika um 1891. Á eftir honum komu trompetleik- ararnir Freddie Keppard, King Oliver, Bunk Johnson, Emmanuel Perez, Papa Celestin, Mutt Carey og fleiri. Allir þess- ir menn eru negrar frá New Orleans, vöggu jazzins, og er Bunk sá eini, sem enn er á lífi. Trompetinn hefur síðan jafnan verið eitt glæsilegasta hljóðfæri jazzins. — Margir jazzleikarar hafa náð mikilli frægð fyrir góðan trompetleik, svo sem: Joe Smith, Tommy Ladnier, Red Allen, Bubber Miley, Bill Coleman, Wingy Man- one, Muggsy Spanier, Sy Oliver, Rex Stewart, Jonah Jones, Bobby Hackett, Ziggy Elman, Buck Clayton, Max Kam- insky og margir fleiri, sem of langt yrði upp að telja. í stað þess ætlum við að minnast nánar á nokkra trompetleikara, sem sérstaklega hafa skarað fram úr. Bix Beiderbecke er fyrsti hvíti tromp- etleikarinn, sem frægð hlaut. Hann fædd- ist 1905, og dó tuttugu og sex árum síð. ar. Margir telja hann fremsta trompet- leikarann, sem uppi hefur verið, og bera plötur hans með sér, að hér hefur verið á ferðinni afburða trompetleikari. Hann lifði mjög óreglusömu lífi, sem varð hon- um að lokum að falli. Margar sögur eru sagðar um hann, meðal jazzleikara, enn þann dag í dag, og er ein á þá leið, að hann hafi aldrei hreinsað trompetinn sinn, sem var allur beiglaður og ataður í spansk-grænu. Ekki bar hann trompet- inn í kassa, heldur vafði honum inn í dagblað. Vegna óreglu sinnar lék hann í hljómsveitum, þar sem kaupið var nógu mikið, eins og hjá dægurlagahljómsveit- um Jean Goldkette og Paul Whiteman. Með þessum hljómsveitum lék hann inn á plötur og eins með jazzhljómsveit Frankie Trumbauer og sinni eigin hljóm- sveit, og er platan „Jazz me blues“ eitt bezta dæmið um hinn góða leik hans. Louis Armstrong er réttnefndur kon- ungur trompetleikaranna, og þá alveg eins, konungur jazzleikaranna. Leikur hans er svo tilfinninganæmur og hreinn, að manni finnst ósjólfrátt að þarna sé jazzinn eins og hann helzt á að vera. — Armstrong er fæddur á þjóðhátiðardegi Bandaríkjanna, 4. júlí, 1900 í New Orle- ans. Hann var látinn á uppeldisheimili 13 ára að aldri fyrir að skjóta af byssu á gamlárskvöld. Þar lærði hann að leika á trompet, og um tvítugt fór hann að leika með hljómsveitum borgarinnar. King Ol- iver var þá stærsta nafnið á þeim slóð- um, og 1922, þegar hann var með hljóm- 4 ýazzlUiÍ

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.