Jazzblaðið - 01.07.1949, Blaðsíða 17
Maurice Burman
Brezk jazz-gagni’ýni
Sumir álíta, að Dixieland jazzinn sé
hinn eini sanni jazz. Eg mótmæli þessu.
Eg get ekki sagt ykkur hvað jazz er, á
sama hátt og köttur getur ekki sagt ykk-
ur hvað mús er, en hann veit sannarlega
hvað hún er, þegar hann sér hana. Duke
Ellington útsetning, sem liggur á borð-
inu, er ekki jazz, og ef hún er leikin af
meölimum London Symfóníuhljómsveit.
arinnar, guð veri með þeim, er hún ekki
heldur jazz. En það verður hún aftur á
móti, þegar hún er leikin af hljóðfæra-
leikurum, sem þekkja jazz. Og þessa
hljóðfæraleikara má finna í flestum stóru
hljómsveitunum okkar.
Eg held því enn fram, að stórar hljóm-
sveitir geti leikið jazz, og jafnvel þó þær
geri það ekki, en reyni, þá mun ég styðja
þær.
Ætíð þegar ég segi að brezk hljóm-
sveit sé prýðileg, þá fæ ég bunka mein-
yrtra bréfa, sem spyrja, hvort ég hafi
lilustað á Woody Herman, Ellington,
Gillespie o. f. o. f. Þetta finnst mér hreinn
kjánaskapur, vegna þess að ekki aðeins
ég, heldur hver einasti góður brezkur
jazzleikari veit, að beztu amerísku hljóm-
sveitirnar eru okkar langtum fremri. —
Ætti ég aðeins að segja sem svo: Þessi
og þessi hljómsveit er mjög góð, en hún
er ekki sambærileg við hljómsveit Woody
Herman. Er þetta gagnrýni? Sannarlega
ekki. Auðvitað verður maður að hafa
einhvern mælikvarða, en það verður að
vera brezkur mælikvarði, og ég miða við
fjórar beztu hljómsveitirnar okkar. En
samt nota ég ekki alltaf samanburð I
gagnrýni minni. Stundum heyri ég í
hljómsveit, sem er ólík öllum öðrum, og
dæmi ég hana eingöngu út frá því.
Stundum hef ég verið sakaður um að
skrifa um kunningja mína. Satt er það,
að ég á marga vini, sem eru ágætir hljóð-
færaleikarar, og þeir eiga heimtingu á
ummælum jafnt og aðrir. En ég held, að
þetta sé ekki mergur málsins. Spurning-
in er, hvort ég sé hreinskilinn og réttsýnn
í garð kunningja minna jafnt og þeirra,
sem ég þekki ekki. Eg geri ráð fyrir að
svo sé. Gagnrýni eins manns mun samt
aldrei verða algjörlega óhlutdræg. Mann-
legt eðli leyfir það ekki. Eina leiðin væri
að hafa nefnd gagnrýnenda og „toga út“
hvert einstakt atkvæði. En slíkt gerir
enginn, því það er of kostnaðarsamt.
Styðja verður hinn nýja jazz-stíl áf
fremsta megni. Eg játa hreinskilnislega,
að mér finnst margt lélegt, sem Stan
Kenton lætur frá sér fara, en þar með er
ekki sagt að allt, sem hann gerir sé lé-
legt. Hann hefur gert mjög mikið fyrir
jazz-músikina. Eg hef einnig mikla trú
á Be-bopinu, en þar má einnig finna
margt lítilfjörlegt, en það af Be.bopinu,
sem nær að þroskast, er ný og hreint
dásamleg tónlist.
Mér þykir enn mjög gaman að Dixie-
land-músik og veit að það veröur að leika
hana, ekki aðeins aðdáendanna vegna,
heldur vegna þess, að með sín tuttugu og
fimm ár að baki, er hún orðin verzlunar-
músik. Og horfast verður í augu við það,
að fyrst fólk vill hlusta á Dixieland-jazz,
verður að leika hann fyrir það.
Jai.íUiS 17