Jazzblaðið - 01.02.1950, Blaðsíða 8

Jazzblaðið - 01.02.1950, Blaðsíða 8
um, upprunninn frá Afríku. — Dans- lög, og einstaka jazzlög, má fá í hljóð- færaverzlunum hér í Reykjavík. OLD TIMER. Þið leysið úr erfið- ustu spumingum. Væri hægt að fá upp- lýsingar um trompetleikarann Buddy Bolden. 1. Er hann svartur eða hvítur? 2. Eru til plötur með honum? 3. Er hann lifandi eða dauður? Jt. Er hægt að fá birta mynd af hon- um? Með fyrirfram þakklæti. „No Beat“. SVAR. Buddy Bolden var negri í borg- inni New Orleans og er hann sagður hafa verið fyrstur allra til að leika jazz. Hann var með hljómsveit, sem var sú vinsælasta þar í borg um síðustu alda- mót. 1907 varð hann geðbilaður og var settur á hæli, þar sem hann lézt 1931. Hann lék aldrei inn á plötur. Nógu góð mynd til birtingar er ekki fyrir hendi, en strax og hún fæst, verður hún birt. PÍANÓ. Vinsamlegast gefið mér upp- lýsingar um hina ágætu pianóleikara Clyde Hart og Mel Powell. — Það eru sannarlega orð í tíma töluð, rabb Ólafs Gauks í síðasta hefti Jazzblaðsins. Áskrifandi. SVAR. Clyde Hart píanóleikari dó árið 1945, um þrjátíu ára gamall. Full- komnar upplýsingar eru ekki fyrir hendi um hann, en þó má geta þess, að hann lék með Stuff Smith 1937 og síðan aðallega með litlum hljómsveitum og þá mikið inn á plötur með mönnum eins og Lionel Hampton, Choo Berry, Roy El- drige, og síðast Parker og Gillespie, en Clyde var einn fyrsti píanóleikarinn, er lék Be-bop. — Mel Powell er tuttugu og sjö ára gamall. Hann byrjaði með eigin hljómsveit 12 ára gamall og lék síðan með Dixieland-leikurum í heimaborg sinni New York. — Hann byrjaði hjá Benny Goodman 1940 og var þar í tvö ár. Síðan fór hann til Raymond Scott (1942—43), var í hernum (1943—44) og fluttist þá til Hollywood, þar sem hann hefur verið síðan. Hann leikur nú í kvikmyndastúdíóhljómsveit þar, og út- setur einnig. Hljómsveit Steinþórs Framh. af bls. 9. bíða þar til því hefur verið kippt í lag, því nú æfir pilturinn af kappi. Þeir Sveinn (hann er frá Akranesi, þar sem hann hefur leikið í hljómsveit Edwards Friðjónssonar) og Hallur leika sjaldan sólóar, eins og vera ber með trommu og bassaleikara. Aftur á móti eru þeir samtaka með að halda góð- um takti og leika léttan rhythma. Vonandi er, að ekki fari fyrir þessari hljómsveit sem fleirum, að þegar hún er orðin vel samæfð og allar misfellur hafa verið heflaðar af, að einhver mann- anna hætti. Það er orðið vandamál fyrir hljóm- sveitarstjóra hér, að þurfa að mi'ssa menn frá sér á miðjum vetri, þegar mest er að starfa, og þurfa þá oft og tíðum að byrja alveg frá nýju hvað útsetningum og öðru viðkemur, er nýr maður kemur í skarðið. Takist Steinþóri hinsvegar að halda mönnum saman, er hér á ferðinni hljóm- sveit, sem mikils má vænta af, meira að segja mjög mikils. S. G. 8 #azzlUí&

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.