Jazzblaðið - 01.02.1950, Blaðsíða 5

Jazzblaðið - 01.02.1950, Blaðsíða 5
fjölda platna og gæði snertir. Plöturn- ar munu vera um fimmtán hundruð talsins og hafa þegar komið að góðum notum hér í uppfræðslu um jazztónlist- ina á „plötu-sessionum“ Jazzblaðsins, fræðslukvöldum Jazzklúbbsins og víðar. —- Svavar kom heim til íslands í ágúst 1947 og byrjaði í K. K.- sextettinum, er lék í sam- komusal mjólkurstöðvar- innar um veturinn. í jan- úar 1948 hóf Svavar, ásamt undirrituðum, út- gáfu þessa blaðs, sem nú er að hefja sinn þriðja árgang. Um vorið leyst- ist K. K.-sextettinn upp, og lék þá Svavar hingað og þangað um sumarið, en um haustið réðst hann í hljómsveit Góðtemplai'ahússins og lék þar í nokkra mánuði, en byrjaði þá í hljómsveit Eyþórs Þorlákssonar, í sam- komusal mjólkurstöðvarinnar, og lék hann þar á vibrafón og xylófón. — Um sumarið 1949 lék Svavar á ýmsum stöð- um, en um haustið byrjaði hann með sína eigin hljómsveit í Þórscafé, með þeim Árna ísleifssyni á píanó, Þóri Jónssyni, fiðla, og Garðari Jóhannes- syni, harmonika. Svavar hefur leikið með Lúðrasveit Reykjavíkur frá því að hann kom heim frá Bandaríkjunum, og verið í stjórn hennar síðastliðið ár. Þá hefur hann og leikið með Symfóníuhljómsveit Reykja- víkur bæði á xylafón og trommur. Þó að áhugi Svavars hafi að mestu beinzt að jazztónlistinni, hefur hann mikla ánægju af klassískri tónlist og á nokkur klassísk verk á plötum. Áhugi hans beinist aðallega að nútíma tón- skáldum eins og Stravinsky, Hindemith og fleirum. í febrúar 1949 var Svavar kosinn formaður í Félagi íslenzkra hljóðfæra- leikara og hefur hann gengt því ábyrgð- arstarfi af miklum dugnaði og trú- mennsku, eins og hans er vandi til. Hefur hann komið breytingum á í fé- laginu, er hafa orðið mjög vinsælar, t. d. ráðningar- skrifstofa félagsins, sem stöðugt nýtur aukinna vinsælda til hagræðis fyr- ir hljóðfæraleikara sem almenning. Með Svavari ?ar kosin ný stjóm í fé- lagið, sem hefur undir forystu hans lagt kapp á að efla félagsþroska meðlimanna og vinna upp félagið, en starfsemi þess var áður mjög í molum. í hinum nýstofnaða Jazzklúbli íslands, sem Svavar átti mikinn þátt í að var stofnaður, var hann kosinn ritari klúbbs- ins, og mun hann áreiðanlega ekki liggja á liði sínu þar frekar en annars staðar. H. S. Ráðning myndagetraunar jólablaðsins. Aðeins ein rétt ráðning barst, og var hún frá Birgi Sigurðssyni, Njálsgötu 31 A, Reykjavík. Er hann beðinn að vitja verðlaunanna á afgreiðslu blaðsins. — Myndii'nar voru af Count Basie, Barney Bigard, Earl Hines, Johnny Hodges, Cootie Williams, Red Allen, Billy Stray- horn, Stan Kenton og Billie Holiday. UzUaÍiÍ 5

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.