Jazzblaðið - 01.02.1950, Blaðsíða 22

Jazzblaðið - 01.02.1950, Blaðsíða 22
Gísli Bryngeirsson, klarinet; Guöni Hermanns- son, altó-sax.; Sigurður Guðmundsson, tromm- ur; Haraldur Guðmundsson, trompet og stjórn- andi; Haraldur Baldursson, guitar, og Alfreð W. Þórðarson, pianó. Jazzblaðinu bárust þau orð til eyrna fyrri hluta vetrarins, að í Vestmanna- eyjum væri hin prýðilegasta danshljóm- sveit, sem hinn kunni hljómlistarmaður Haraldur Guðmundsson, hafði sett sam- an og æft. Eg setti mig strax í sambandi við Harald og bað hann að segja mér nánar frá hljómsveit sinni. Hann varðist allra frétta, en sagðist heldur skildi senda mér fréttabréf, þeg- ar meiri árangur væri kominn í ljós af starfsemi hljómsveitarinnar. Hljómsveitin gekkst fyrir Jam-session milli jóla og nýárs, þeirri fyrstu, sem haldin hefur verið í Eyjum, og kom m. a. grein um það í Eyjablaðinu. Ætla ég að leyfa mér að birta hér nokkuð úr þeirri grein, en ritstjóri blaðsins Einar Bragi Sigurðsson skrifaði hana. Hann segir m. a.: Sumum mönnum er þannig farið, að hvar sem þeir koma, lifnar allt og vex, og ný öfl leysast úr læðingi. Einn þeirra, sem þessari hollu gáfu virðist gæddur, er Haraldur Guðmundsson, prentari — gamall Vestmannaeyingur, sem fyrir skömmu er fluttur í bæinn aftur. Til skamms tíma virtist samkomuhúsið vera á sífelldum hrakhólum með hljóðfæra- leikara, en nú er eins og þeir spretti upp úr jörðinni við hvert fótmál, og hinum eldri færist nýtt fjör í æðar“. Þá hefur Haraldur látið verða af að senda fréttabréf, og segir hann þar m.a.: ,,Að hljómsveitin sé sæmileg (lítillát- ur að vanda), og virðast bæjarbúar mjög ánægðir með hana. Áhugi unga fólksins fyrir jazzinum er mjög mikill, og bar Jam-sessionin á fjórða í jólum vitni um það. — Þar léku 11 manns og auk þess kom söngvari þar fram og tókst session- in prýðilega og vakti mikla hrifningu á- heyrenda. H. G. sextettinn mun reyna að halda sessionum, sem þeirri fyrstu áfram í vetur, og ef hægt verður að fá jazzleikara frá Reykjavík til að leika með. Þá segir Haraldur ennfremur: „Músík líf er hér með miklum blóma. Hér er mjög sæmileg lúðrasveit, blandaður kór, 22 ^azzLtaíiÍ

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.