Jazzblaðið - 01.02.1950, Blaðsíða 23

Jazzblaðið - 01.02.1950, Blaðsíða 23
karlakór og tríó (píanó, fiðla og celló), er leikur klassik. Jazzinn hefur átt hér fremur erfitt uppdráttar, sem hefur verið fyrir þá sök, að fólk hefur ekki átt þess kost að hlýða á góðan jazz. Mun eg eftir fremstu getu og viti kynna fólki jazz hér. Eg veit að ég fæ hnútur fyrir viðleitni mína í þá átt, þar sem ég er stjórnandi Vest- mannakórsins (30 manna blandaður kór) — en ég mun ekki láta það á mig fá. Það er svo margt annað en klassíkin, sem heyrir undir nafnið tónlist og sé jazzinn vel leikinn, þá er hann engu síðri en hvað annað. Einar Bragi virðist vera nokkurn veg- inn sammála Haraldi í þessu, þar sem hann segir: „Að vísu eru þeir æiúð margir, sem telja munu það algert öfugmæli að tala um nokkuð merkilegt í sambandi við jazz, því að hann sé í eðli sínu ómerki- legur. Þeir eru þó ófáir, sem afskrifa jazzinn með öllu sem hljómlist og telja hann alltaf og skilyrðislaust leirbull. Þetta er hin mesta fjarstæða. Að vísu getur illa útsett jazzgaul verið viðbjóðs- legt eins og önnur léleg tónlist, en hitt er jafnvíst, að sannur impróvíséraður jazz, leikinn af frumlegum skapandi listamönnum, er engin andstæða æðri, klassískrar tónlistar, heldur einn þátt- ur hennar og þarf ekki að vera sá sízti“. Þessi ummæli ritstjóra Eyjablaðsins um jazztónlistina eru mjög athyglisverð og sannarlega þess verð að festa þau sér í minni. Margir kunnir hljómlistarmenn eru úr Eyjum. Kemur mér þar fyrst í hug Oddgeir Kristjánsson, hinn ötuli stjórn- andi Lúðrasveitar Vestmannaeyja, sem einnig hefur samið mörg fyrirtaks dans- lög, er því miður hafa ekki verið gefin út og eru því lítt kunn. í hljómsveit Aage Lorange hér í Reykjavík er Jónas Dagbjartsson trom- petleikari frá Eyjum og í Tjarnarcafé leikur Guðjón Pálsson á píanó og er hann einnig úr Eyjum. Vestmanneyingurinn Haraldur Guð- mundson er reykvískum jazzunnendum vel kunnur fyrir leik sinn með hljóm- sveit Björns R. Einarssonar frá 1946 -—’48. Þá heflur hann og leikið í Lúðra- sveitinni Svanur og verið stjórnandi Mandólínhljómsveitar Reykjavíkur. Haraldur og félagar hans í Eyjum eiga lof skilið fyrir áhuga þann, er þeir hafa sýnt við að kynna jazzinn. Beztu óskir, sem ég gæti fært þeim til handa fyrir hið ötula starf þeirra, væru áreið- anlega þær, að hljóðfæraleikarar annars staðar á landinu fetuðu í fótspor þeirra. S. G. HARMONIKUSÍÐAN verður ekki í þessu hefi, þar sem ristjóri hennar, Bragi Hlíðberg, er um þessar mundir í Englandi. — Síðan verð- ur í næsta hefti og mun Bragi þá m. a. segja frá enskum harmonikuleikurum. Hreðavatnsvalsinn NÝTT danslag eftir REYNIR GEIRS útsett af CARLI BILLICH ★ Fœst i hljóðfœraverzlunum. 23

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.