Jazzblaðið - 01.02.1950, Blaðsíða 7

Jazzblaðið - 01.02.1950, Blaðsíða 7
um heyrt þær? — Og að síðustu, get ég fengið einhverjar upplýsingar um Har- ald Guðmundsson, sem lék með Bimi R. eklci alls fyrir löngu og var stjórnandi Mandolínhljómsveitar Reykjavíkur, en er nú búsettur í Vestmannaeyjum. Væri ekki hægt að birta mynd af honum eða hljómsveitinni, sem hann hefur í Eyjum. Það eina, sem ég hef út á Jazzblaðið að setja er, að það birtir of sjaldan myndir af jazzleikurum úti á landi og viðtöl við þá. Með fyrirfram þaklclæti. Jazzunnandi. SVAR. Sennilega verður langt að bíða þar til íslenzkir jazzleikarar fá að láta til sín heyra í þessum hálftíma í viku, sem Ríkisútvarpið útvarpar til útlanda, og væri jafnvel óskandi að fyrst fengju landsmenn að heyra í sínum eigin jazz- leikurum oftar en nú gerizt. — Að senda hljómsveit út, hlýtur að verða fyrr eða síðar, og er það eitt af áhugamálum hins nýstofnaða jazzklúbbs, sem rætt er um á öðrum stað í þessu blaði. — Á bls. 22 í þessu hefti er mynd af hljómsveit Haraldar ásamt grein, og er það upphaf kynningargreina um hljómsveitir úti á landi. MORTH. Okkur langar að biðja blaðið að segja okkur hver söng einsöng með kvartett Björns R. Einarssonar í laginu „Jingle bells", sem sungið var í útvarp- inu á annan í jólum og á gamlárskvöld. Það varð ágreiningur um það milli okk- ar og langar okkur að fá að vita hið rétta. Tvær lirifnar. SVAR. Það var Haukur Morthens. BLOW. Mér þætti vænt um að fá ein- hverjar smávegis upplýsingar um tenór- saxafónleikarann Buddy Tate. Hvað kosta grammofónplötur í Bandaríkjun- um? St. Si. SVAR. Buddy Tate er 36 ára gamall negri. Hann byrjaði að leika á tenór- saxafón í gagnfræðaskóla og lék síðan með nokkrum hljómsveitum í suðurríkj- um Bandaríkjanna, áður en hann byrj- aði að leika með hljómsveit Count Basie, en þar hefur hann verið í nokkur undan- farin ár. Þó að hann hafi leikið annan tenór hjá Basie, er hann samt mjög góður einleikari með svipaðan stíl og Hawkins. — Algengustu plötur kosta tæpan dollar eintakið. RAGTIME. Getið þið gefið mér upp- lýsingar um altó-saxafónleikarann Char- lie Parker. Vegna ágreinings langar mig að spyrja hver sé uppruni jazzins. — Félagi minn segir, að hann sé uppruna- lega frá Afrlku, en ég segi að svo sé ekki. — Hvar er hægt að fá jazzlög og algeng danslög á nótum? Með þakklæti. — M. S. SVAR. Charlie Parker fæddist fyrir 30 árum í Kansas City í Bandaríkjun- um. Hann byrjaði ungur að leika á hljóð- færi og lék hann með nokkrum þekktum hljómsveitum áður en hann byrjaði með eigfn (litla) hljómsveit 1945. — Charlie Parker er sagður hafa yfir mestri tækni að ráða á hljóðfæri sitt af öllum jazz- leikurum, sem til þekkist, og kemur það honum að góðum notum við að leika Be-bop, sem hann er upphafsmaður að. — Jazzinn var fundinn upp af negrum í borginni New Orleans í U. S. A. fyrir ca. 60 árum. Fyrstu lögin, er þeirra tíma jazzleikarar léku voru allt eins fengin að Iáni frá hvítum mönnum, en rhythm- inn í músíkinni var frá negrunum sjálf- 7

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.