Jazzblaðið - 01.02.1950, Blaðsíða 21

Jazzblaðið - 01.02.1950, Blaðsíða 21
stjórnar lítHli hljómsveit í Miinchen. — Þar má einnig finna tvær aðrar litlar Be-bop hljómsveitir. Þeim stjórnar Christian Schmitz-Steinberg og Max Greger. — Coleman Hawkins, ameríski tenór-saxafónleikarinn, hefur nýlega leikið í París og London. — Sidney Bechet, annar amerískur (sópran-)saxa- fónleikari, er seztur að í París, þar sem hann hefur leikið undanfarið. Fyrir stuttu lék hann á hljómleikum í London og Svíþjóð. Á hljómleikum þeim, er hann lék á í Svíþjóð, léku m. a. tveir mestu Be-bop altó-saxafónleikarar Ev- rópu, Svíinn Arne Domnerus og Eng- lendingurinn Johnny Dankworth. — Hljómsveitir Englendinganna Harry Parry og Ray Ellington leika nú í Hol- landi. — Til Englands kom hljómsveit Johnny Meyer frá Hollandi. — Amer- íski söngkvartettinn „The Deep River Boys" hefur verið í hljómleikaferðalagi í Englandi undanfarið. IN N LE N T ★ Björn R. Einarsson varð að hætta að leika á trombóninn um síðustu áramót, og mun sennilega ekki geta byrjað aftur fyrr en eftir ár. Hann er marinn á neðri vör og tekur svona langan tíma að fá það í lag. Á meðan leikur Björn á har- moniku, og auk þess er hann að æfa á vibrafón, sem hann vonast til að geta byrjað að leika á með hljómsveit- inni eftir nokkrar vikur. Fyrir áramót urðu þær breytingar hjá Birni.að þeir Ólafur Gaukur guitar- leikari og Axel bassaleikari hættu í hljómsveitinni. Gaukur fór tii Steinþórs í samkomusal mjólkurstöðvarinnar og Axel fór í samkomuhúsið Röðul. Auk Björns voru þá eftir fjórir í hljómsveitinni og réði hann Hauk Morthens söngvara sem fimmta mann til vorsins, en býst þá við að bæta við ein- um eða tveimur mönnum. ★ K. K. sextettinn hætti að leika í Röðli rétt fyrir jól og byrjaði í Listamanna- skálanum, þar sem hann er ráðinn fram til vorsins. í Röðli byrjuðu þeir Jóna- tan Ólafsson hljómsveitarstjóri og píanó- leikari, Grettir Björnsson harmonika og klar., Karl Adólfsson harmonika, klar. og altó-sax, Axel Kristjánsson bassi og guitar og Höskuldur Þórhallsson tromm- ur. ★ Eyþór Þorláksson hætti í hljómsveit Stefáns Þorleifssonar í Tjarnarcafé í miðjum janúar og fór til Englands, þar sem hann mun stunda tónlistarnám. ★ Birgir Muller leikur á trompet með hljómsveit föður síns Tage Muller í Iðnó á laugardagskvöldum. Birgir hefur dvalið talsvert erlendis, og er fróður um margt, er viðvikur jazzmúsik og jazz- leikurum. Plötusafn á hann ágætt. ★ Jam-sessionir Jazzblaðsins hafa tvær verið haldnar eftir áramót og heppnast vel að vanda. Þeim verður haldið áfram hálfsmánaðarlega til vorsins. — Eftir nokkra daga fara hljómleikar fram í sambandi við kosningar blaðsins um vinsældir íslenzkra hljóðfæraleikara. ★ Hreðavatnsvalsinn heitir nýtt dans- lag, sem nýlega hefur borizt blaðinu. — Það er eftir Reynir Geirs (dulnefni) og útsett af Carli Billich. Útgáfa lags þess er hin vandaðasta og sama má segja um lagið sjálft, og útsetningu þess. ^axxltaíii 21

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.