Jazzblaðið - 01.02.1950, Blaðsíða 14

Jazzblaðið - 01.02.1950, Blaðsíða 14
J4iLar SUjutí, _ Jazz- klúbbur I slands Jazzblaðið hefur beðið mig að skrifa nokkrar línur um hinn nýstofnaða Jazz- klúbb. Mér er 1 júft að verða við þeirri bón, því að við, sem honum stöndum, trúum því að klúbbur sem slíkur, eigi mikið verkefni fyrir höndum. Ég skal nú í fáum orðum rekja aðdragandann að stofnun klúbbsins. í byrjun desember, boðaði Svavar Gests eftirtalda menn á fund til þess að ræða stofnun á Jazz- klúbb. Auk Svavars voru þessir menn mættir, Róbert Þórðarson, Jón M. Árna- son, Ólafur Gaukur, Gunnar Ormslev, Björn R. Einarsson og Hilmar Skag- field. Gert var uppkast að lögum fyrir klúbbinn, sem lagt skyldi fyrir stofn- fund, og var ákveðið að halda hann í Breiðfirðingbúð, laugardaginn 10. des. Stofnfundurinn var síðan haldinn á tilsettum stað og tíma. Voru þar mættir 41 maður. Hilmar Skagfield setti fund- inn og kvaddi þá Svavar Gests til að vera fundarstjóra og Hall Símonarson fundarritara. Lagauppkast klúbbsins var síðan lesið upp og urðu nokkrar um- ræður um það. Komu margar breyting- artillögur fram, en þar sem tími var frekar naumur var ákveðið að fela stjórn þeirri, sem kosin yrði, að endursemja lögin, sem síðan skyldu borin upp á framhaldsstofnfundi. Var svo gengið til stjórnarkosningar og hlutu þessir menn kosningu: Hilmar Skagfield formaður, Svavar Gests ritari, Helgi Helgason gjaldkeri, 14 Róbert Þórðarson og Ólafur Gaukur meðstjórnendur, Jón M. Árnason og Hallur Símonarson varamenn. Ég mun nú ekki rekja þetta öllu nánar, en skal aðeins minnast á framhalds- stofnfundinn, sem haldinn var í Verzl- unarmannaheimilinu, og gengu þar 39 manns í klúbbinn, en félagatalan er nú um 90 manns. Lög klúbbsins voru þarna endanlega samþykkt og mun Jazzblaðið birta lögin í einhverju af næstu blöðum. Á þessum fundi var fyrsta plötu-session- in haldin, og var Svavar Gests kynnir. Kynnti hann nokkrar nýjar plötur með hinum heimsfræga, blinda, enska píanó- leikara, Georg Shearing, en hann leikur eingöngu Be-bop, sem kunnugt er. — Einnig voru nokkrar aðrar plötur kynnt- ar, til dæmis Stan Hasselgárd o. 11. Hvað framtíðarverkefnum klúbbsins viðvíkur, þá væri það eitt efni í heilt blað, en ég mun því stikla á því stærsta. Eins og allir vita, er jazz ný listgrein, sem farið hefifr sigurför um hinn menntaða heim. Hafa komið fram af- burða menn á þessu sviði, bæði tónskáld og hljóðfæraleikarar, og er það eitt nokkuð merkilegt, þar sem jazzinn á ekki nema nokkra áratuga þróun á bak við sig. Yngri kynslóðin hefur tekið hon- um tveim höndum, og í flestum löndum hafa verið stofnaðir klúbbar, sem hafa haft það að markmiði að kynna eðli hans og tilgang, og síðast en ekki sízt listgildi. í þessu sambandi er það mjög J

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.