Jazzblaðið - 01.03.1950, Qupperneq 19
píanóleikaranna var yfirgnæfandi. Enn
eimir eftir af „ragtime" annaO veifið.
„Dixieland" er annar handleggur. ÞaO
er hljómsveitarstíll kenndur viO Nick
LaRocca og Orginal Dixieland „Jass“
Band. Fáar hljómsveitir nota lengur
þetta æsandi og rytmíska form, en aí
þeim, sem lagt haía áherzlu á „Dixie-
land"-músík, er Bob Crosby og hljóm-
sveit hans 1935—42 með mesta hæfni í
þessum stíl, Eddie MiUer pg hljómsveit
hans hefur tekizt aðeins lakar við
„Dixieland“. „Boogie-Woogie" má heita
píanóeinleikur, eða var það upphaflega,
því að ekki er útilokað, að öll hljóm-
sveitin taki þátt í honum. Einkennið á
„boogie-woogie“ er ásláttur vinstri
handar, sem er helmingi hraðari en
venjulega. Hugtakið „hot jazz“ er gífur-
yrði, því að það er ekki til nein slík að-
skilin grein af jazzinum.
Jazzinn er tónlist með eigin sérkenni
og sögu. Hann er auðþekktur, enda þótt
ekki sé fyrir hendi einróma skilgrein-
ing á honum. Mönnum kemur saman
um, að hann er sprottinn upp hjá amer-
ísku negrunum í New Orleans og grennd
eftir borgarastríðið. Hann er til orðinn
meðal negranna, ýmist við vinnu í borg-
um eða á baðmullarökrunum eða við
glaum og gleði, uppsprottiiui eins og
þjóðlög, samofinn úr andlegri og verald-
legri músík.
Tónlist þessi hefur sínar takmark-
anir. En Ameríkumepn eru vel móttæki-
legir fyrir hana og kunna með hana að
fara. Sumir sérfræðingar halda því
fram, að sannur jgzz sé aðeins ipipro-
visering, músíkin sé ekki lengur jazz, ef
túlkendur lesi hana af nptum. Þeir
halda því fram, að eingöngu litlar hljóm-
sveitir (færri en níu manns) séu færar
um að framleiða jazz. Allt þetta mátti
taka trúanlegt, þangað til við kynnt-
umst nöfnum Ellington, Goodman og
Basie. Þeir stjórna stórum hljómsveit-
um, og músíkin sem þeir bjóða upp á,
er jazz, eins tær og örvandi eins og
hún getur verið hjá minni hljómsveit-
um, sem ekki notar nótur.
Nokkrum árum áður en Fats Waller
dó í desember 1943, bar það við í nætur-
klúbbi, að kona kom til hans að píanó-
inu á meðan hann var að Ijúka við sína
frægu túlkun á Honeysuckle Rose til að
spyrja hann um útskýringu á jazz.
„Heyrðu, ljúfan“, svaraði Fats vin-
gjarnlega. „Ef þé er ekki orðið ljóst,
hvað jazz er, þá held ég að þú ættir ekki
að vera að skipta þér af honum“.
Hafið
þér
reynt
viðskiptin?
Verzlunin KRÓNAN / Mávahlíð 25.