Jazzblaðið - 01.11.1950, Page 5

Jazzblaðið - 01.11.1950, Page 5
hljómsveita, sem nú nýlega hafa snúið sér að Dixieland, gera. „Tempóin" í hljómsveitinni hans eru mátuleg, þægi- leg hvort sem er fyrir þann, sem dansar, eða þann, sem hlustar, og jafn fjarri »Jump“-stílnum og Silvester er ólíkur Stan Kenton. Það, sem taldi Harry sjálfum hug- hvarf, var, eftir því sem hann segir sjálfur frá, þá er hann var hlekkjaður við dægurlögin, fyrst sem utanveltu- gemlingur í hljómsveitum og síðan sem véttur og sléttur hljómsveitarmaður í hljómsveitum, þar sem „maður vissi alltaf hvað kom næst“. Einnig var það honum uppörfun, hve því, er hann hafði dáð frá bernsku, var misþyrmt ógeðs- 'ega á plötum með Chocolate Dandies, Miff Mole, og öðrum „snillingum“ frá New Orleans. Strax sem sautján ára unglingur, þvingaður til kiæðskeranáms hjá föður s>num í London, varð Harry var við hin sömu átök eyðileggingarinnar, sem seinna meir áttu eftir að leiða hann í 01'væntingu til að stofna eigin hljóm- sveit. Þegar Harry varði öllum spari- Þeningunum sínum, 25 sterlingspund- Ulíl, til kaupa á saxófóni, tók faðir hans því með umburðarlyndi, en latti hann þó heldur. Síðan tók hann við stutt en óhjákvæmilegt tímabil við nám í tón- listarháskóla í Lundúnum, og loks — eftir að hafa farið eftir dagblaðsaug- lýsingu, þar sem auglýst var eftir saxó- fónleikara, og verið veitt sú staða, hóf Harry æfingar með hljómsveit með hljóðfæraskipuninni fiðla-píanó-tromm- ur, auk hans sjálfs. Það er gaman að rifja upp þetta tímabil listelskandi æsku á æfiferli Harrys, ekki sizt vegna þess, að sá, sem sett hafði auglýsinguna í dagblaðið var — annar metorðagjarn unglingspiltur — Joe Loss.... Áður en Harry hafði náð 20 ára aldri, stjórnaði hann eigin hljómsveit, sem lék á minniháttar danshúsum í Lundúnum. Kaupið var um það bil 5 shillingar (um ellefu krónur) fyrir kvöldið. Þegar hann gerðist atvinnumaður fyrir alvöru fékk hann einnar viku vinnu á dansstaðnum Rochester Palais og sex sterlingspund í vasann. Auk þess fékk hann þar það, sem meira var um vert, nefnilega áheyrn hjá nokkrum ná- ungum, sem um það leyti voru að setja saman hljómsveitina „The Metronomes" 'jaxiltaSiÁ 5

x

Jazzblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.