Jazzblaðið - 01.11.1950, Blaðsíða 19

Jazzblaðið - 01.11.1950, Blaðsíða 19
ast. Sjáið Ellington. Hann fær ekki einu sinni að leika það, sem hann vill. Þegar hann var í Frakklandi var honum skip- að að breyta efnisskránni. — Framtíðaráætlanir? Það er ekki gott að segja. Maður lætur sér nægja að vita að orðið er til. — Uppáhalds- hljómsveitir ? Stan Kenton kemur helzt til greina í því sambandi. — Uppáhalds- einleikari? Auðvitað Buddy DeFranco. Og síðan lagði ég fyrir hann spurn- inguna: „Hvaða plötu þína álítur þú bezta?“ Erfið spurning, en með því að ganga að honum: .... Sennilega „Ghost of a change“. Hún hefur ekki verið gefin út enn. Var nýlega leikin inn fyrir Sonora plötu- fyrirtækið. Það er aúett með Reinold Svensson á píanó og mér á klarinet. Nú er vissulega kominn tími til að ég segi ykkur frá hinum í hljómsveit- inni, en þeir eru: Reinold Svensson, píanó; Bosse Kallström, vibrafónn; Kalle Löhr. guitar, Roland Bengtsson, bassi; og nýr meðlimur í hljómsveitinni, Sture Kallin, sem tók við af trommu- leikaranum George Odnner. Þetta eru allt mjög færir hljóðfæra- leikarar og leika hinar erfiðustu útsetn- ingar eins og ekkert sé. Putte Wickmann fremsti klarinet- leikari okkar, gæti ekki kosið betri menn með sér, þeir eru hvort sem er ekki til í Svíþjóð. FRÉTTIR OG FLEIRA Framh. af bls. 17. húsið í Reykjavík hefur nýlega gefið út lagið „Þriðji maðurinn“ úr samnefndri kvikmynd, er hefur verið sýnd í Reykja- vík undanfarið. Lagið nær áreiðanlega miklum vinsældum, en þeim aldrei lang- varandi, því að það er ekkert sérstakt. ★ Jazzlclúbbur íslands hefur nú hafið starfsemi sína á ný. Þegar þetta er rit- að hefur einn fræðslufundur verið hald- inn, þar sem nýar amerískar plötur voru leiknar og skýrðar. Þá er aðalfundur klúbbsins nýafstaðinn, en hann var hald- inn 10. okt. Stjórnin gaf lauslega skýrslu yfir starfsemi klúbbsins á ár- inu. Gjaldkeri las upp reikninga og síðan hófust kosningar. Þær fóru þann- ig, að formaður klúbbsins var kosinn Svavar Gests, ritari Sigríður Guðmunds- dóttir, gjaldkeri Helgi Helgason, með- stjórnendur Róbert Þórðarson og Gísli Jakobsson. Varamenn Olafur H. Jóns- son og Inga Maríusdóttir, endurskoð- endur Magnús Pétursson og Skafti Ólafsson. Að kosningum loknum ræddu félagsmenn um starfsemi klúbbsins og bar þar m. a. á góma, að sameina að einhverju leyti starfsemi klúbbsins og Jazzblaðsins og var stjórninni falið að athuga möguleika á slíku. * AÐ ÞESSU SINNI verður hvorki hægt að hafa Texta né Harmonikusíð- una, þar sem svo mikið lá fyrir af að- kallandi efni, en þær verða báðar í næsta hefti. Einnig var ekki hægt að birta „Athugasemd Nilckara“ við At- hugasemd A. Lorange í síðasta hefti, þar sem hún barst of seint, en hún kem- ur í næsta blaði. GERIZT ÁSKRIFENDUR AÐ JAZZBLAÐINU JazMaíiJ 19

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.