Jazzblaðið - 01.11.1950, Blaðsíða 10

Jazzblaðið - 01.11.1950, Blaðsíða 10
l£*G er að koma til sjálfs mín — cr að þokast ór heimi draumanna inn í veruleikann. Það er eitthvað, sem seiðir mig þangað, eitthvað svo blítt og mjúkt, eitthvað alveg að mínu skapi, held ég. Enpþá er mér ekki ljóst hvaða afl þetta er, sem lokkar mig úr draumalandinu, sem hefur orðið hinum unaðslega dvala, svefninum yfirsterkai-a... ,en....jú, ég heyri tóna, svo undurfagra tóna og sam- hljóma, og nú er þetta að smáskýrast. Ég finn, að ég er að vakna, opna annað augað til hálfs, og nú er mér þetta full- Ijós, ég er alveg kominn til sjálfs mín rétt um leið og lagið er búið. Ég lýk upp hinu auganu, og Jón Múli tilkynnir mér hvað það var, sem vakti mig á svo indælan hátt. . . .jú, það var Round About Midniyht með GILLESPIE. .. . og Múli heldur áfram og býr mig undir að heyra Continental með SHEARING sem síðasta lag fyrir fréttir. Og tóna- flóðið skellur yfir mig á ný í þann mund, sem ég hoppa fram á rúmstokk- inn og smeygi mér letilega í buxurnar. Tíminn er eitthvað svo einkennilega fljótur að líða á þessum dásamlegu degi, mér finnst allt svo fagurt, sólin, sem sendir mjóar geislarákir inn á milli niðurdreginnar rúllugardínunnar og gluggakarmsins, er svo óvenjulega björt, andrúmsloftið þrungið einhverjum seið- andi ilm, Shearing nær sér óvenjulega vel upp og röddin í Jóni Múla er eins og englasöngur, þegar hann les upp til- kynninguna: „Jamsession i dag eins og aðra daga frá kl. 2—5—Sjálfstæðis- húsið“. Og mér hlýnar um hjartaræt- urnar, er ég heyri: „Nýtt slátur í dag. Borðið miðdegisverðinn hjá oss. Be-bop tónlist allan daginn — Hótel Borg“. . . . og Jón heldur áfram. . . ,hin fræga jazz- hljómsveit „Boppa Bi“, sem lék á Aust- urvelli í gærkveldi, svo sem mönnum er kunnugt .... fádæma vinsældir .... hrifning .... lófatakinu ætlaði aldrei að linna. .. . Ég lýk við að klæða mig með því að skella á mig „bop-tæinu“ og smokra mér i mokkasínurnar. Og lund mín er svo létt. . . .ég fæ mér snarl í eldhúsinu um leið og ég geng fram hjá, kasta kveðju á fólkið og snarast, eða öllu held- ur svíf, út. Á leiðinni niður i bæ heyri r ég óminn af hinni nýju útsetningu Jóns Leifs á „Heyrið morgunsöng. . . .", sem hann tileinkar sjálfum sér og kallar ein- faldlega: „Bebopsöng á sænum“. Þetta lag þekkja allir, og hefur komið til tals að gera það að söng hinnar íslenzku sjómannastéttar — persónulega held ég nú samt að ekki verði af því, þar sem þjóðsöngur Keflvíkinga „Er það bop eða bí sjóhattur?“ hefur náð mikið meiri útbreiðslu og líklega meiri vinsældum, sem ég fyrir mitt levti þakka aðallega heiltónaskalanum í öðrum takti á undan trompetsóló, svo og nettum rhythma allt lagið út í gegn. Niður á bar eru menn í óða önn að búa sig undir sessíón dagsins, á einu borði eru kappræður um það á hvaða lagi Björn R. muni byrja, einn slær í borðið og kveðst vilja veðja tveimur plötum um að það verði Cubana Bee 10 ^axmUaÍiÍ

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.