Jazzblaðið - 01.11.1950, Blaðsíða 15

Jazzblaðið - 01.11.1950, Blaðsíða 15
Það kann að þykja nokkuð erfitt, að ferðast með svo þungt og dýrt hljóð- færi sem píanettu, en þeim þykir það erfiði borga sig í betri músík en ella yrði. Þá má geta þess, að sumarið 1948 söng með hljómsveitinni Jón Sigur- björnsson (nú leikari og söngvari) og varð það aíarvinsælt . Haustið 1949 urðu skipti á trommu- leikurum. Kom Bjarni G. Sigurðsson í stað Reynis, og hljómsveitin þannig skipuð nú (sbr. mynd). Aðaláhugamál þeirra félaga nú, er að bæta einum manni í hljómsveitina og fá þannig betri aðstæður til að leika meira af útsettri músík. Hafa þeir góð- ar vonir um að það takist bráðlega. Þeir hafa allir mikinn áhuga fyrir hinum nýja stíl í jazz, þ. e. be-bop, og dást að þeim frumlegu hugmyndum og gífurlegu tækni, sem sumir útlendir be-bop leikarar hafa yfir að ráða í hljóð- færaleik sínum. Hljómsveitin bað mig svo ennfremur að láta þess getið, að hún vildi nota þetta tækifæri til að þakka Borgnes- ingum, ungum og gömlum, og reyndar öllum öðrum, er ætíð hafa sýnt hljóm- sveitinni vinsemd og velvilja, „en án þessa hefði ekki verið eins ánægjulegt að leika fyrir þetta fólk og raun hefir borið vitni um“ sögðu þeir að endingu. Róbert Þórðarson. OR ýmsum áttum Framh. af bls. 7. trommur. 7. febr. 1940. — Tommy Lind- sey og Joe Guy trompetar, Earl Hardy trombón, Jackie Fields og Eustis Moore altóar, Hawkins tenór, Gene Rodgers píanó, William Oscar Smith bassi og Arth. Herbert trommur (’39). 5. Shelton Hemphill, Cat Anderson, Taft Jordan, Ray Nance og Rex Stewart trompetar, Claude Jones, Joe Nanton og Lawrance Brown trombónar, Jimmy Hamilton klarinet, Otto Hardwick og Johnny Hod- ges altóar, A1 Sears tenór, Harry Carney barytón, Fred Guy guitar, Junior Raglin bassi, Sonny Greer trommur og Elling- ton píanó. Leikið inn 30. júlí 1945. TO BE. Ég vildi gera fyrirspum um, hvaða tenór-saxófónleikari sé á plöt- unni „Up in Dodo’s room“ með Howard McGee sext., og hinum megin á plötunni með Sonny Berman. — Fáfróður. SVAR. Tenóristinn með McGee heitir Teddy Edwards, en hinn heitir Flip Phillips. TiL ÁSKRiFENifA Áskrifendur blaösins, þeir, sem emi skulda fyrir þennan árgang, eru enn einu sinni áminntir um að greiða hið fyrsta. Útkoma biaðsins er nú eingöngu háð því, hvort áskrif- endur greiða strax eða ekki. Það hefur komið í ljós, að fóik reynir að' koma sér undan því að borga blaðið, eftir að því hefur verið sent það í heilt ár. Þeir, sem ekki kæra sig um að fá blaðið, cru beðnir um að segja því upp, en láta ekki senda sé það mánuð eftir mánuð og neita svo að borga, þegar reikningurinn kemur, Næsta liefti blaðsins verður jóiaheftið og verður það eins og undanfarin ár stórt að vanda — jafnvel stærra en áður. Efni þess verður óvenju fjölbreytt og fjöldi mynda verða birtar. Á það skal bent, að kosningaseðiliinn f sam- bandi við kosningar blaðsins um vinsælustu íslenzku hljóðfæraleikarana, veröur sendur SKULDLAUSUM áskrifendum með næsta hefti. Þeir einir, sem ekki skulda, njóta þeirra sérréttinda að kjósa. — Seðillinn verður ekki i blaðinu, heldur PRENTAÐUR SÉR. Þeir, sem enn ekki hafa gerzt áskrifendur að blaðinu, ættu að gera það liið fyrsta, og vllji þeir kjósa um vinsælustu liljóðfæralelk- arana, þá verða þeir að vera áskrifendur. Þeir nýir áskrifendur, sem borga kr. 40,00 fyrirfram fyrir næsta árgang, fá jólaheftið fritt og urn leið kosningaseðilinn. R i t s t j . ^usMaM 15

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.