Jazzblaðið - 01.11.1950, Blaðsíða 8

Jazzblaðið - 01.11.1950, Blaðsíða 8
HARRY JAMES Fœddist í Sirkus Hinn sígildi draumur allra amerískra drengja er, að strjúka að heiman og réðast í sirkus, en þannig var það ekki með Harry James. Hann fæddist nefni- lega í sirkus. — Hinn heimsfrægi, rúm- lega þrítugi hljómsveitarstjóri eyddi fyrstu 15 árum æfi sinnar í sirkusn- um, og hann er ekki frá því, að láta í veðri vaka, að sirkus-lífið sé reglulega skemmtilegt og æsandi. Tökum daginn, sem hann hafði kom- ist fram á sýningarsviðið og var að horfa á móður sína stjórna stórum hestahóp, leikandi listir. Hann var að- eins sex ára þá og enginn hafði haft gætur á honum. Hann hafði ekki hug- mynd um, að hann stóð nákvæmlega þar, sem hestarnir áttu að hlaupa út, þegar þeir höfðu lokið sínu hlutverki. Það hvein í svipunni og þeir komu hlaup- andi fram. Uppáhalds hestur móður hans hljóp fyrst og felldi Harry um koll. Síðan gerði hesturinn nokkuð, sem bar vott um miklar gáfur. Hann stóð graf- kyrr yfir Harry og beið þangað til hin hrossin höfðu hlaupið fram hjá, og varnaði þannig, að Harry yrði kraminn til dauða undir hófum hrossanna. Harry fæddist í Albany í Georgia, en „Haag“-sirkusinn sýndi þar um það Ieiti. Móðir hans hafði leikið listir sínar fljúgandi um loftið á rólum, og sýnt hin fífldjörfustu brögð, allt fram að mánuði áður en Harry fæddist. Faðir Harrys stjórnaði hljómsveit sirkusins. Jafnskjótt og Harry var farinn að ganga, var 70 ára gamall trúður, sem hafði mikið dálæti á honum, farinn að kenna honum kollstökk og hinar og þess- ar fimleikalistir, og leið ekki á löngu, unz þeir voru farnir að sýna hjá sirk- usnum, auglýstir sem „Elzti og yngsti trúður við sirkus". Fjögurra ára gamall var Harry með ljóst hár, sem liðaðist aftur á herðar í þykkum lokkum. Hann var látinn leika í skrautsýningu og stillt upp á íburðar- mikinn pall á miðju sýningarsvæðinu, sem átti að tákna hásæti. Einn daginn, þegar hann var að hneigja sig fyrir lófaklappi áheyrenda, kom annar óvænt- ari hávaði. Það hafði gleymzt að loka ljónabúrinu og nú komu ljónin öll æð- andi inn á sviðið. Harry, aðeins fjögurra ára, hafði vit á að sitja grafkyrr, þangað til ljóna- temjarinn var kominn og hafði rekið ljónin í búr sín. Hinir þykku lokkar voru farnir að gera honum gramt í geði, en hvernig sem hann reyndi, þá fékk hann móðir sína ekki til að klippa þá af. Hann losnaði aftur á móti við þá nokkru síð* 8 Ja,ríMi,

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.