Jazzblaðið - 01.11.1950, Blaðsíða 16

Jazzblaðið - 01.11.1950, Blaðsíða 16
BANDARÍKIN ★ Count Basie er enn með litla hljóm- sveit og hefur tenóristinn Wardell Gray nýlega verið ráðinn í hljómsveitina, en hann er í hópi beztu tenór-saxófónleik- aranna. Clark Terry er á trompet og enginn annar er hinn óviðjafnanlegi Buddy DeFranco á klarinet. ★ Alvin Burroughs trommuleikari, sem leikið hefur með mörgum ágætum negrahljómsveitum (Earl Hines, Red Allen, Lionel Hampton o. fl.), lézt í Chicago fyrir nokkrum vikum. Hann var tæplega fertugur að aldri. ★ JATP, sem er skammstöfun á hljómleikaflokk Norman Granz, Jazz at the philharmonic, byrjaði hljómleikaleið- angur sinn um Bandaríkin frá New York í lok september. Þeir, sem nú eru í flokknum, eru m. a. Ella Fitzgerald, Bill Harris, Flip Phillips, Buddy Rich, Oscar Peterson og nokkrir fleiri. Flokk- urinn mun sennilega fara til Evrópu og leika þar næsta ár, og stendur til að byrja 1 Kaupmannahöfn í byrjun marz- mánaðar. ★ Dizzy Gillespie lagði fyrir nokkru niður hljómsveit sína eins og áður hefur verið nefnt hér í blaðinu. Hann hefur leikið með lítilli hljómsveit undanfarið og hefur hann nú engan fastan samning við plötufyrirtæki. Ekki einungis tón- listarblöð um heim allan hafa minnst á þetta, heldur og dagblöð, en tónlistar- gagnrýnendur og ritstjórar þeirra eru allir á klassísku hliðinni og hlakkar mjög í þeim, að svona er komið fyrir „konungi Be-bopsins“. En ekkert er að óttast. Dizzy verður bráðlega búinn að gera eitthvað, sem færir jazzheiminum enn á ný sannanir um, að hann er fremstur allra nútíma-jazzleikara. ENGLAND ★ London. Margir frægir amerískir listamenn hafa verið i London undan- farið, svo sem Frank Sinatra, Lena Horn, hinir frægu dansarar Nicholas bræður, og fleiri og fleiri. Enn bætist í hópinn, því að King Cole er nýlega kom- inn þangað með tríóið sitt og einnig hafa negrasöngkonurnar Rose Murphy og Nellie Lutcher verið þar undanfarið. Ástralska hljómsveitin Grahame Belle og hollenzka hljómsveitin The Sky- masters, eru báðar í Englandi sem stendur. ★ Danslög. Fimm vinsælustu dans- lögin í Englandi um þessar mundir eru: Bewitched, My Foolish heart, Dearie, Silver Dollar og Let’s do it again. — í Bandaríkjunum er Bewitched einnig fremst, en næstu fjögur eru: Bona- 16 JasilMj

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.