Jazzblaðið - 01.11.1950, Blaðsíða 13

Jazzblaðið - 01.11.1950, Blaðsíða 13
fá einhver ítök í, hverskonar hljóðfæri það eru, sem flutt eru inn (það eru nefnilega allir komnir á þá skoðun, að það sé þegar orðið nóg um munnhörpur i landinu). Það er leitt til þess að vita, að enginn skyldi hafa árætt að skrifa grein, því að blaðið er enn á þeirri skoðun, að margir jazzáhugamenn og jazzleikara hér á landi geta tekið sér penna í hönd og skrifað góðar greinar, en ef til vill eru menn ekki fyrir það, að taka þátt í keppni um slíkt, enda var fresturinn ekki útrunninn, fyrr en giæin (eða öllu heldur smásaga) barst blaðinu, og vill höfundur hennar (því miður) ekki láta nafns síns getið. En hann þarf ekkert að skammast sin, því að grein hans er hin prýðilegasta eins og lesendur geta best dæmt um sjálfir með þvi að lesa „Draum jazzins" á bls. 10. Nýjar hLjómsveitir. I auglýsingum um dansleiki hefur maður séð eftirfarandi: Hljómsveit Magnúsar Randrup leikur, eða: Hljóm- sveit Þórarins Óskarssonar leikur. — Hljómsveit Magnúsar leikur í Samkomu- sal Mjólkurstöðvarinnar og er skipuð sömu mönnum og síðastliðinn vestur, minus Gaukur á guitar. Rútur Hannes- son, sem er Hafnfirðingur eins og Rand- rup, leikur á píanó, en það gerði Stein- þór Steingrímsson síðastliðinn vetur og var um leið hljómsveitarstjóri. Þórar- inn Óskarsson, ungur trombónleikari, stjórnar nýrri hljómsveit í Listamanna- skálanum. Með honum eru Árni ísleifs, píanó; Bragi Einarsson klarinet og tenórsaxófónn, Sigurgeir Björgvinsson, ti'ommur og harmonika, og Karl Lillien- dahl guitar. Hljómsveit þessa skortir enn mikið á að vera samkeppnisfær við aðrar hljómsveitir bæjarins, en hún mun auðvitað bæta sig, er fram líða stundir. Litlar breytingar hafa orðið í öðr- um hljómsveitum. Þorkell Jóhannesson leikur á trompet með Iðnó-hljómsveit- inni á laugardögum í stað Birgis Möller, sem er nýlega farinn til USA. Pétur Urbanchie byrjaði fyrir nokkrum vikum á bassa hjá Jan Morávek í stað Jóns Sigurðsson, sem fór til Baldurs Krist- jánssonar i Tívoli, en þegar þetta er ritað, er lokað þar og hljómsveitin at- vinnulaus, og svo er reyndar um fleiri hljóðfæraleikara. — F. í. H. ætti hið fyrsta að gera einhverjar ráðstafanir varðandi fyrirsjáanlegan atvinnuskort hjá stéttinni. DRAUMUR JAZZISTANS Framliald af bls. 11. í dauðans ofboði áður en ríkisútvarp- inu hefur alveg tekizt að klúfja á mér hausinn. En hve þetta getur verið andstyggi- legur morgun....ég kíki með hálfum huga milli rúllugardínunnar og glugga- karmsins og það fer hrollur um mig. . . . meira að segja dagsbirtan er ekki eins og hún á að sér. . . .úff, gul og græn. Ég hef ekki nokkra matarlyst og læð- ist því beint út, án þess að láta nokk- urn vita, strax og ég hef lokið við að hnýta botnlausa Gefjunarskóna á kalda fæturna. Og ég held í hugsunarleysi niður á bar....það er víst ekki annað að gera.... hver veit nema svo ein- kennilega vilji til að einhver láni mér fyrir molakaffi. ... C-strengur. * #a~LtaíiÍ 13

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.