Tímarit Tónlistarfélagsins - 01.06.1938, Blaðsíða 4

Tímarit Tónlistarfélagsins - 01.06.1938, Blaðsíða 4
Tímarit Tónlista r f é 1 a g s i n s fjarstæða fagnaðar, sem látinn er í ljós að loknu næstum hverju verki, þá er enginn efi á því, að Beethoven er upþá- haldstónskáld áheyrendanna, sem venjulega sækja þessa hljómleika. Og því má ekki gleyma, að hér er um alþýðu manna að ræða, er yndi hefir af tónlist og þar á meðal er mjög margt af ungu kynslóðinni. Þegar litið er til annara hljómleika, þá er tæplega hægt að búast við, þótt allt sé uppselt, án tillits til verkefnanna, þegar Toscanini stjórnar eða þegar einhver sérsetaklega vinsæll píanóleikari eða kvartett lætur til sín heyra, að framúrskarandi hljómsveit- arstíjórar og tónleikarar flytji svo oft og að þúsundir áheyr- enda séu ánægðir að hlusta á tónverk, sem ekki eiga sterk ítök í hug þeirra. Þegar svara skal þeirri spurningu, hversu lifandi eða lífseig einhver tiltekin listaverk séu, þá verður þyngri á metunum afstaða þeirra sem flytja þau og þeirra sem veita þeim viðtöku, heldur en fræðisetningar nokkurra gagnrýnenda, sem hneigð hafa til að skapa sinn eigin heim. Það væri blátt áfram hlægilegt að taka í alvöru mark á áliti barna á listaverkum, ef spurningin væri um kosti eða galla á byggingu og listræni verksins, en sé um það að ræða, hvort verkið sé lifandi, þá er allt öðru máli að gegna um áhrif þess á börnin. Nú er það vitanlegt, að þau börn, sém á annað borð hafa yndi af tónlist, eru næstum öll aðdá- endur Beethovens. Eitt sinn fór ég með níu ára dreng, sem var enganveginn sérstakur meðal jafnaldra sinna og hafði oft hlýtt á tónleika fyrir börn, til þess að hlusta á sjöundu hljómkviðuna og sagði drenguiúnn mér á eftir, að hann hefði aldrei haft jafnmikla ánægju af neinu tónverki. Nokkru síðar varð c-moll hljómkviðan í mestu afhaldi hjá honum. Þegar allt kemur til alls, þá eru börnin ágæt til leiðsagnar í þessum efnum, þau hafa engar fyrirfram mynd- aðar skoðanir eða hleypidóma og þau segja álit sitt af full- kominni einlægni, eins og skiljanlegt er. Ef tónlist Beetho- vens hefir svo djúptæk áhrif á börn nútímans, þá er það ekki nema þvættingur rökvilltra fræðinga, er þeir vilja telja okkur trú um að dagar hans séu taldir, eða því sem næst. Sannleikurinn er sá, að list Beethovens hefir aldrei verið 36 J

x

Tímarit Tónlistarfélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Tónlistarfélagsins
https://timarit.is/publication/723

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.