Tímarit Tónlistarfélagsins - 01.06.1938, Blaðsíða 5

Tímarit Tónlistarfélagsins - 01.06.1938, Blaðsíða 5
Tímarit Tónlist arfélagsins jafn lifandi og •einmitt nú, hún hefir langtum meiri þýðingu fyrir núlifandi kynslóð, heldur en heilabrot ýmsra innan- tómra skrumara nútímans. Jafnvel árásin á lokaþátt niundu hljómkviðunnar, að bræðralagshugsjónin, sem kemur þar fram, sé úrelt heim- speki, getur heldur ekki staðizt nánari rannsókn. Sú hug- mynd er einnig kjarni kristinnar trúar, trúar, sem enn er ekki algjörlega í ósamræmi við líðandi stund, þótt slíku sé haldið fram. En aðalatriði lokaþáttarins er ekki að þar sé viss heimspeki flutt, heldur það, með hve stórfelldum hætti það er gert. Það er stórfenglegt stef með tilbrigðum og þótt okkur finnist stundum rödd spámannsins full hávaðasöm í okkar þreyttu eyrum, þá skyggja kostirnir algerlega á alla smávægilega agnúa og áheyrendurnir hrífast stöðugt með. „Þannig er gleðin,“ sagði emn kunningi minn, sem ekki var neinn sérstakur tónlistaraðdáandi, þegar hann hafði hlustað á hljómkviðuna í fyrsta sinn. Og flestir, býst ég við, hafa það mikið ímyndunarafl, að þeir geti hugsað sér það tímabil, sem sköpun þessa verks tilheyrir, ef þeim finnst blær þess einhversstaðar í ósamræmi við nútímann. Þetta rifjar upp fyrir mér annað atriði: að það sé raun- verulega ekki svo þýðingarmikið, þótt þær hugsjónir og lífsskoðanir, sem eru grundvöllur að sköpun einhvers lista- verks, tilheyri fortíðinni. Þeir, sem skilja forngrísku, og einnig þeir, sem lesa meistaraverk grískra bókmennta í þýð- ingum, meta þau engu að síður þótt þau væru rituð fyrir fæðingu Krists. Aðdáun nútímans á Homer, Æschylus, So- phocles, Euripides, Aristophanes og rómversku skáldunum, svo sem Virgil og Horacius, sannar það, að þótt menning einhvers tímabils sé undir lok liðin, þá geta listaverkin lifað. Þannig er því farið með höggmyndalist og húsagerð- arlist forn-Grikkja og Egypta, einnig má nefna aragrúa fagra verka, sem gerð voru í Kína og Indlandi endur fyrir löngu. Við getum notið fegurðar þessara listaverka, alveg eins og þeirra tíma menn hafa gert. Þar með er ekki sagt, að við getum sett okkur í spor þeirra, sem þá voru uppi og séð hina listrænu framleiðslu með þeirra augum. 37

x

Tímarit Tónlistarfélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Tónlistarfélagsins
https://timarit.is/publication/723

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.