Tímarit Tónlistarfélagsins - 01.06.1938, Blaðsíða 6

Tímarit Tónlistarfélagsins - 01.06.1938, Blaðsíða 6
Tímarit Tónlista rfélagsins Vitanlega verður mat okkar og skilningur annar og hver kynslóð verður að skapa sér sitt álit á listaarfi fortíðarinnar, er því auðsætt, að aðdáunin er breytingum háð. En áhrifin, ef um góða list er að ræða, haldast og jafnvel þó, eins og t. d. að ýmsir frægir rithöfundar á 18. öld réðust á Shakes- peare, þá væri varhugavert að draga þá ályktun, að skoðanir þeirra hafi verið skoðanir samtíðarmanna þeirra almennt, eða að minnsta kosti áhugamanna um skáldskap og leiklist. Það er engin ástæða til að ætla, að tónlistin sé öðrum lögum háð en aðrar listir, hvað langlífi snertir. Stundum er sagt! að hún sé þeirra yngst, en það er mjög vafasamt. Tón- list í einum eða öðrum búningi, er afarforn list og það eru ástæður fyrir því, að þau tónverk, sem enn eru lifandi, hafa verið rituð á síðustu fimm öldum, eða því sem næst. f fyrnd_ inni var engin nótnaskrift þekkt og um leið og menningar- tímabil ýmsra þjóða hurfu í tímans djúp hvert á fætur öðru, þá hurfu söngvar þeirra um leið þar sem engir voru til að halda þeim lifandi á vörum sínum. Einnig voru sam- hljómar, í okkar skilningi á samhljóm tveggja tóna, óþekkt- ir fram undir 11. öld, og tónasvið fornu hljóðfæranna var mjög takmarkað. Mörg af einkennum tónlistarinnar og þau tæki, sem notuð eru í þjónustu hennar, hafa þannig mynd- azt og þróazt seint á tímum. Það má ennfremur benda á ýmislegt í eðli listarinnar sjálfrar, til skýringar á því að hin merkustu tónverk komu ekki fram fyrr en svo seint. Tónlistin er óháðust allra lista. Að undanteknum nokkrum sérstökum verkum, þá er hún ekki eftirlíkjandi, á sama hátt og málara- og myndhöggvaralistin. Hún getur ekki sagt sögu eins og ritlistin, efnið er almennt en ekki sérstætt. Þær hugmyndir og geðbrigði, sem birtast í tónlistinni, verða hvorki sögð með orðum eða með öðrum hætti, þannig að skiljanlegt væri þeim, sem ekki hefði hlustað á tónsmíðina. Þetta sjálfstæði tónlistarinnar gefur nokkra skýringu á því, hversvegna hún þróaðist svo seint. „Listin vegna listarinn- ar,“ er hugmynd seinni tíma, en á ekki betur við aðra list en tónlistina. Tónlistin varð þannig að bíða um aldaraðir eftir dýrkend- 38

x

Tímarit Tónlistarfélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Tónlistarfélagsins
https://timarit.is/publication/723

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.