Tímarit Tónlistarfélagsins - 01.06.1938, Blaðsíða 7

Tímarit Tónlistarfélagsins - 01.06.1938, Blaðsíða 7
Tímarit Tónlistarfélagsins um sínum, en þegar sá tími kom, að hún eignaðist sína skapandi snillinga, þá lifðu verk þeirra áfram. Það þurfti enga sérstaka skarpskyggni til að sýna fram á, að Mozart og Bach sömdu stundum verk, sem eru dauf og tilþrifalítil. Fjöldi tónlistarvina á 19. öld álitu allt of mörg af tónverkum Bachs afar þurr, en nú er gagnstæð skoðun um of ráðandi. Við höfum að vísu sannfærzt um að margir þættir í konzertum og öðrum verkum hans fyrir hljóðfæri, eru tilbreytingalausir og bera ekki vitni um snilld hans, hún kemur fram í kirkjutónsmíðunum, beztu orgelverkunum, hinum 48 preludium og fúgum og ýmsum þáttum úr svítum og konzertum. Það væri ósanngjarnt að ætlast til þess, að tónskáld, er sömdu slíkan aragrúa tónverka eins og Bach og Mozart, semdu ekki töluvert sem væri í meðallagi að gæðum. Þótt sum af tónverkum Mozarts séu leiðinleg, þá dregur það ekki úr sígildri fegurð flestra þeirra. En ekkert af þessu er ný uppgötvun og þó Mozart hafi ekki nú jafn mikið aðdráttar- afl og sum önnur tónskáld, þá er ástin á list hans jafn djúp og á list nokkurs annars af mestu snillingunum. Það er athyglisvert, að tónlist Byrds og madrigal-tón- skálda Elizabetar-tímabilsins, er í svo miklum metum nú á dögum, bæði hér og erlendis. Ef verulega góð tónlist verður úrelt, hversvegna eru þá engin ellimörk að sjá á þessari elztu tónlist? Það er þessvegna ástæða til að ætla, að tónlist sem lifir eina eða tvær kynslóðir, haldi áfram að lifa óra- lengi, með eðlilegum breytingum á ýmsum tímum, er stafa af breyttum lífsskoðunum og viðhorfum. ÁBERANDl SEINKUN Richard Strauss og Ferdinand Löwe voru saman í Pest, þar sem Strauss stjórnaði symfoniu eftir Beethoven. Á eftir spurði Löwe: „Herra Doktor, hversvegna gerðuð þér seink- unina í siðasta þætti svo mjög áberandi?“ „Já, herra forstjóri, það verður maður að gera. Ef slíkt er ekki gert á áberandi hátt, verða áheyrendur þess alls ekki varir!“ 39

x

Tímarit Tónlistarfélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Tónlistarfélagsins
https://timarit.is/publication/723

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.