Musica - 01.03.1950, Blaðsíða 3

Musica - 01.03.1950, Blaðsíða 3
3. ÁRGANGUR 2. TÖLUBLAÐ ÍJHuÁica MARZ 1950 Viðtal við Guðmund Jónsson, söngvara Stofnun sinfóníuhljómsveitar undirstaða heilbrigðs tónlistarlífs Guðmundur Jónsson er einn hinna fáu lista- manna okkar sem alltaf getur reitt sig á fullt hús áheyrenda, hvenær sem honum dettur í hug að halda söngskemmtun. Það er aðatlega tvennt sem þessi hylli Guðmundar byggist á, í fyrsta lagi, á hinum list- rænu verðleikum hans, og í öðru lagi, á hinni skemmtilegu og látlausu framkomu hans á söng- pallinum. Nú hefir Guðmundur enn sýnt okkur nýja hlið á hæfileikum sínum, í óperettunni „Bláa Kápan“ er Leikfélag Reykjavíkur uppfærir um þessar mundir. Hann leikur þar og syngur hlutverk hins kæna en þó hjartagóða fríherra v. Biebitz Biebitz, og þótt hann stæli leikstjórann nokkuð a. m. k. í fyrsta þætti, þykir áhorfendum ávalt vænt um drykkjurútinn, aðalsmanninn og klækjarefinn Biebitz. Þessi fyrsti leiksviðssigur Guðmundar spáir góðu um framtíð íslenzkrar óperu í sambandi við Þjóðleikhúsið sem er nú senn að taka til starfa. Er fréttamaður yðar hitti Guðmund fyrir skömmu í kennslustofu hans við Sölfhólsgötu, var hann að búa sig undir kennslustörfin. Sigrar Guðmundar hafa ekki gert hann stoltan né drambsaman, hann er jafn kátur og látlaus og hann hefir alltaf verið. Látleysið er einmitt einkenni hins sanna lista- manns, er hugsar um það eitt, að gera list sína sem fullkomnasta til gleði og ununar meðbræðrum sínum. Er fréttamaður yðar hafði komið sér fyrir í brakandi körfustól, hóf hann að spyrja Guðmund spjörunum út. — Hvenær fékkstu fyrst áhuga á söngnum? — Ekki fyrr en ég var um tvítugt, en þá hóf ég nám hjá Pétri Jónssyni og var hjá honum í tvö ár, og á ég Pétri margt að þakka, bæði sem kennara og vini. — Og svo fórstu út? — Já, ég fór til Bandaríkjanna og var í einn vetur hjá Lazar Samuiloff rússneskum kennara, er rak skóla í Los Angeles. Um sumarið fór ég heim, en skömmu áður en ég fór út aftur, dó Samuiloff, og um veturinn var ég á skólanum, en dóttir hans, er hafði tekið að sér rekstur hans. Ef satt skal segja lærði ég sáralítið þann vetur, gerði lítið annað en að bíða eftir Karlakór Reykjavíkur. — Og svo hófst sú hin mikla för? — Það var sannkölluð sigurför, en það er að bera í bakkafullan lækinn að geta hennar nánar en gert hefir verið. Eftir að Bandaríkjaförinni lauk, var ég heima í eitt ár, en fór að því búnu til Svíþjóðar og var tvö ár á óperudeild, Musikaliska Akademísins í Stokkhólmi, að því búnu kom ég heim, og byrjaði söngkennslu í septemberlok. — Er kennslan ekki erilsöm og þreytandi? — Nei, ég hefi gaman af að kenna, að minnsta kosti ef nemendur eru áhugasamir, og það eru þeir bókstaflega allir. — Hvað segir þú okkur um Bláu Kápuna? MUSICA 3

x

Musica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Musica
https://timarit.is/publication/725

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.