Musica - 01.03.1950, Side 5

Musica - 01.03.1950, Side 5
Sænski stórsöngvarinn Jussi Björling Það er sjaldgæft að söngvarar hefji starfsferil sinn sem undrabörn, en Jussi hefir verið söngvari, síðan hann var nógu stór til að læra kvæði utan að. Faðir Jussi var mjög tónelskur, gerðist smiður, en flutti á unga aldri til Bandaríkjanna, en þar vakti rödd hans mikla eftirtekt, og komst hann á hinn fræga skóla Metrópolitan söngleikjahússins í New York, og kennari hans var engin. lakari en Caruso sjálfur. En hann kvaldist af heimþrá og brátt fór svo, að hann kvaddi kóng og prest og fór til Svíþjóðar. Eftir að heim kom, fékk hann tækifæri til að sýngja á hátíðarhljómleik í sjálfri konungshöllinni, og varð Oscar konungur svo hrifinn af rödd Björlings, að hann kostaði hann á tónlistarskólann í Wien. Er Björling hafði lokið námi í Wien, fór hann heim og giftist fallegri sveitastúlku frá Store Tuna, og eignuðust þau þrjá syni, elstur var Ole og svo kom Jussi, en Björling misti konu sína eftir nokkurra ára gæfuríka sambúð, og fórnaði hann nú öllu fyrir drengina sína, og sérstaklega lagði hann mikla rækt við tónlistaruppeldi þeirra. Er drengirnir urðu nógu gamlir, æfði hann með þeim nokkra söngva, fór að því búnu til Bandaríkj- anna og ferðaðist með þá bæ úr bæ undir nafninu „The Björlin male quartett“. Þeir fengu hvarvetna ágætar viðtökur og héldu hljómleikaferðum áfram eftir að til Svíþjóðar kom. Þrettán ára að aldri naut Jussi litli Björling þess heiðurs, að fá að syngja fyrir hans hátign konunginn á kirkjuhljómleik í Leksand og gleymir Jussi aldrei þeirri stund, er hann stóð í litlu kirkj- unni og söng fyrir konunginn og alla fínu aðals- mennina, þetta er einn þeirra atburða er settu varanlega stimpil á hina viðkvæmu barnssál. Nokkru síðar misti Jussi föður sinn, og var það mikið áfall fyrir hann, faðir hans hafði gengið honum í föður og móður stað og látið sér mjög annt um uppáhaldið sitt, hann Jussa litla. Jussa var komið fyrir hjá nokkrum vinum fjölskyldunnar og nú byrjaði alvara Iífsins og Björling var settur í virðulega borgaralega stöðu í stórri rafmagnsverzlun. Enn Jussi var óvenju klaufskur verzlunarmaður, fékk í sig straum, braut perur og setti snúrur skakkt saman, og yfir honum vofði alltaf reiði verzlunarstjórans, sem skildi auðvita ekki að Jussi var að hugsa um sönginn, og hafði alls ekki hugsun á því sem hann varð að gera. Loks brosti gæfan við Jussi, þorpskennarinn Salomon Smith, er var náin vinur hins dáða forstjóra söngleikjahússins í Stokkhólmi John Forseli, er jafnframt var einn glæsilegasti söngvari svía, hlustaði á Jussa og gaf honum meðmæla- bréf til Forsells. Næsta dag fór Jussi til Stokkhólms, en það var erfiðleikum bundið að ná fundi Forsells og Jussi fékk sér atvinnu við að bóna og þvo bíla og söng jafnframt dægurlög inn á plötur undir nafninu Erik Odde. Loks varð Jussi fyrir þeirri heppni að kynnast hinum fræga söngvara Martin Ohman, og í gegn- um hann fékk hann áheyrn hjá hinum almáttuga Forsell. Forsell varð hrifinn af rödd Jussi, og útvegaði honum ókeypis kennslu við tónlistarháskólann í > Stokkhólmi, en þar kenndi hann sjálfur einni deildinni. Forsell var mjög nákvæmur kennari og þoldi ekkert áhugaleysi hjá nemendum sínum, enn hann leyfði sér oft að koma hálftíma eða meira of seint í tímana. Eitt sinn er Jussi og kunningi hans höfðu verið á skólanum allan daginn og áttu að fara í tíma til Forsells, reiknuðu þeir með, að Forsell myndi verða of seinn fyrir eins og venjulega, og hlupu út í næstu verzlun til að fá sér eitthvað í svanginn. Er þeir komu aftur í skólann var Forsell setztur og var hann sem grískur þrumuguð í framan „Hvernig stendur á að þið komið tíu mínútum of seint?“ MUSICA 5

x

Musica

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Musica
https://timarit.is/publication/725

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.