Musica - 01.03.1950, Blaðsíða 9

Musica - 01.03.1950, Blaðsíða 9
þjóðrækni né listelsku, að hann, í fyrsta lagi er: ósvífinn tilraun til að ófrægja, einkum þau tón- skáld þjóðarinnar, sem hún hefur mestar mætur á, og gera þau tortryggileg í augum hennar. I öðru lagi: að neyða öll íslenzk tónskáld til að öskra gegnum sama hrútshornið og þröngva þannig inn á þjóðina einhæfri og þreytandi ísma-háðri tónlist, og í þriðja lagi: staurblint flumæði til fylgis við erlent tilraunafálm þeirrar kynslóðar, sem tvær alheims-styrjaldir hafa afeðlað svo mjög, að hún er orðin leið á öllu nema endemum. Öllum ætti að vera augljóst, að hverskonar íhlutun truflar sjálfráða og eðlilega þróun á hvaða vettvangi sem er. Og þá er það líka jafn augljóst að fyrir íslenzka tónmenningu hljóti það að vera farsælast, að lofa hverju tónskáldi að syngja með sínu nefi, hvort sem nú nefið dregur and- ann gegnum 13., 18., 19., eða 20. aldar framsetn- ingu, eða þær allar til samans, sem vitanlega væri eðlilegast, því að allar hafa þær til sins ágætis nokkuð, en enginn sannur listamaður getur bund- ið sig við neinn sérstakann isma-klafa, til þess er listin of nátengd lífinu sjálfu. Ismar og tískur eru hvorki lífræn né listræn fyrirbæri. Tilvera þeirra hvílir eingöngu á hópmennsku heimskra taglhnýt- inga og áróðri illgjarnra öfundarmanna. En því miður hefur þetta isma-brjálaði verið allt of áberandi innan listamanna-klíkunnar ís- lenzku, og fer það að vonum, því að þar er senni- lega misjafn sauður í allt of mörgu fé þar sem hraðtingun íslenzkra listamanna nær vitanlega engri eðlilegri átt. Enda er það einhvern veginn svo, að á þeim vettvangi hafa löngum tómlæti, öfund og allskonar sundurgerðir og handvammir fjölmennt á Þorgeirsbola-skinni íslenzks kotborg- arahroka. Þess vegna hefur útbreiðslustarf ís- lenzkra tónverka gengið miklu lakar en efni stóðu til. Væri kannske meiri ástæða til að tala um ,,öldudal“ í sambandi við þau vinnubrögð, en verk tónskáldanna. Það liggur í augum uppi, að sú þjóð, sem ekki fær tækifæri til að kynnast bókmennt- um sínum verðui- aldrei bókmennta-þjóð. Tón- skáldin eru að vísu hon. teinar allrar tónmenning- ■ ar, en þjóðirnar sjálfar grundvöllur þeirra, því að það lag sem enginn heyrir er í rauninni ekki til. Þess vegna er það lífsskilyrði íslenzkrar tónmenn- ingar, að þjóðinni sé gefinn kostur á að fylgjast með sínum eigin tón-bókmenntum og tileinka sér þær, því að það er, þjóðin sem sker úr með lífsgildi ■ íslenzkra tónverka, en ekki neinir Skugga-sVeinar með rýting í erminni, enda minni þýðing fyrir moldvörpu-starf hjá þeirri þjóð, sem þekkir sína höfunda. Þar sem útvarpið er stærsti útbreiðslu- máttur tækninnar að svo komnu, hefi ég, nú hátt á annan áratug róið að því leynt og ljóst, með góðu og illu, að það flytti þjóðinni íslenzka tón- list að svo miklu leyti sem ástæður leyfðu, en með sára litlum árangri til þessa, og hefi ég aldrei getað skilið þá tregðu listamennskunnar á að láta ljós sitt skína yfir þjóðina. I stað þess hefur hvert listamanna- félagið af öðru hlaupið af stokkunum. Fyrst Bandalag íslenzkra listamanna, þá Félag íslenzkra tónlistarmanna, og loks Tónskáldafélag íslands, öll, að sögn, meira og minna fræg að endemum, fleiri og færri. Annars er mér, ein- angruðum hér norður á hjaranum, lítið kunnugt um afrek þeirra, önnur en fundarhöld og einhver önnur félagsleg látalæti, svo sem þing og sýning- ar fyrir Reykvíkinga, og líklegast eitthvert daður við samskonar félög úti í Skandinavíu. Tón-bók- menntirnar, höfuð-undirstöðu tónmenningarinnar hefur hins vegar ekki borið þar á góma svo mér sé kunnugt. A því sviði munu áhugasamir at- hafna- og fjármála-menn hafa gert það sem gjört hefur verið, — og tapað tugþúsundum á hverri bók, svo sem að líkum lætur eins og allt hefur verið og er í pottinn búið frá hendi listfræðing- anna sjálfra. Kannske væri öðruvísi umhorfs á tónbóka-markaðinum, ef allur sá fjöldi, sem daðr- ar við tónlist hér á landi þekkti skyldur sínar og kynni að skammast sín. Upp úr öllu þessu írafári og öfugstreymi hefur svo loks sprottið rökréttur ávöxtur, nefnilega Stef, og starfar það nú af þeim ofstopa og gauragangi, sem virðist vera á góðum vegi með hræða helst alla frá að raula íslenzkt lag. Enda er sízt að undra, þótt þjóðin eigi bágt með að átta sig á því fyrir- tæki, og finnist það jafnvel líkjast hálfgerðum skratta úr sauðarlegg, sem helst enginn vissi að væri til. Það er með „Stef“ líkt og tónbóka-útgáf- una, — nema hvað hún er áreiðanlega þarfari — að ef við hefðum frá öndverðu byggt tónmenn- ingu okkar innanað í stað þess að vera sí- káfandi utan í erlendar eftirstríðs-tískur, þá er líklegt að það ætti meiri skilningi að mæta, sé það þess virði, en um það vil ég ekkert fullyrða að svo komnu. Hitt ætla ég, að það sé ótímabært og okk- ur öldungis ofviða í því formi sem það er rekið. Eitt er víst, að tilveruréttur þess hér verður að byggjast fyrst og fremst á stór-auknum flutningi MUSICA 9

x

Musica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Musica
https://timarit.is/publication/725

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.