Útvarpstíðindi - 27.08.1945, Blaðsíða 14
182
ÚTVARPSTIÐINDI
Áskell, Dúa og Lóló birtust í dyrunum.
Ég heyrði Áskel hrópa einhverja
allt of Ijóta upphrópun, og Dísu og
Lóló kalla á almættið sjálft sér til
hjálpar.
Sjálfur leitaði ég verndar rúmsins.
Einn — tveir og þrír! og ég var upp
í rúminu, að vísu hálfnfklæddur, en í
öruggu vígi að mér fanst.--------Það
væri synd að segja, að heimsækjend-
urnir hefði ekki gert sig heimakomna.
Og þú farinn að hátta og klukkan
ekki níu, ha, ha, ha! Veslings gamli
maðurinn, ha, ha, ha!--------£g átti
engin orð til yfir þessa frekju. ,0g
svo var Lóló líka með. Ég þagði og
beið átekta. Ég þurfti heldur ekki
lengi að bíða. Dúa hafði orðið:
Ertu með á skíði á morgun?
Já, ertu með? sungu þau öll í kór.
Ég þarf — ég — ég þarf að fara í
vinnuna. Nei, það get ég ekki, stam-
aði ég. En hvaða heimsins fyndni hafði
ég nú sagt? Þarna veltust þau um af
hlátri, sitt í hverju horninu á herberg-
inu. Og þá í augnablikinu fannst mér
Lóló satt að segja hálfgrettin, þar sem
hún sat og hló eins og vitfirringur. —
En—? Eins og eldingu laust hugsun-
inni niður. Nú skildi ég allt. Jú, það
var reyndar sunnudagur á morgun.
Var það furða þótt þau hlæðu. — Nú
voru góð ráð dýr. Ég varð að treysta
á, að mér yrði fyrirgefin smásynd. —
— Það getur auðvitað verið, að ég
gæti fengið mig lausan, sagði ég. Já,
en veiztu það ekki, að það er sunnu-
dagur á morgun, kom út á milli hlát-
urshviðanna hjá Dúu..
^Veit ég Sveinki“. Þetta er helgi-
dagavinna, sem ég var beðinn að
vinna. Ég skal athuga, hvort ég get
fengið mig lausan. Hláturinn stilltist
og nú var „plan lagt“, hvað gera
skyldi.
Auðvitað varð ég að klæða mig
aftur. Og til þess að gera þann starfa
auðveldari fyrir mig ruku stelpurnar
á dyr. Ég var alklæddur eftir fáeinar
sekúntur. Jú, ég yrði að hringja. Já,
þó það nú væri. — Ég fór fram til
þess, og fullvissaði dömurnar, sem
hímdu að hurðarbaki, að þeim væri
óhætt að ganga inn í herbergið. Sjálf-
ur gekk ég að símanum og hringdi í
síma 0-0-0-0. Sambandið fékkst og
ég átti langt og afsakandi samtal við
herra — sjálfan mig. — Leyfið er
fengið, sagði ég hróðugur, þegar ég
kom inn. —
— Þá er þetta allt í lagi, sagði Dúa
og klappaði saman höndunum.
Það var liðið fast að miðnætti, þeg-
ar gestirnir kvöddu mig í forstofunni.
Þega*. ég kom upp á herbergið mitt
aftur og hafði tekið til nauðsynlegustu
hlutina til skíðaferðarinnar, háttaði ég
öðru sinni, þá um kvöldið og hét sjálf-
um mér því, að nú skyldi ég verða
fljótur að sofna. Ekki veitti af, því
ráðgert var að fara klukkan átta af
stað næsta morgun.
Ég sneri mér tíl veggjar og lokaði
augunum. En atburðir síðustu klukku-
stunda höfðu á einhvern hátt hrifið
mig úr því dauðamóki, sem svo iðu-
lega áður hafði flutt mig í algleymi
svefnsins, um leið og höfuð mitt snerti
svæfilinn. — Nú gat ég ekki sofnað,
hvernig sem ég bylti mér. Ég heyrði
klukkuna slá tvö slög, einhversstaðar
í húsinu, og áreiðanlega skynjaði ég
líka, þegar hún sló þrjú. — Það var
næstum albjart í herberginu frá ljós-
i