Útvarpstíðindi - 27.08.1945, Blaðsíða 4
172
ÚTVARPSTÍÐINDI
fréttastofu blaðamanna, sem sér um
fréttaútsendingar útvarpsins, og hann
fræddi mig nokkuð um starfsemi
danska útvarpsins undir hernámi Þjóð-
verja. Ég heimsótti einnig hina glæsi-
legu Útvarpshöll Dana og skoðaði hana
eins og föng voru á. Ég ætlaði mér að
skrifa grein um hana fyrir Útvarps-
tíðindi og einnig um danska útvarpið
undir oki Þjóðverja, en ég fann að ég
liafði ekki tíma til að kynna mér það
efni eins og ég óskaði og bað því Per
Björnsson- Soot að slcrifa þessa grein.
pyrir nokkru barst mér svo grein hans.
Hún er í tveimur köflum. Hinn fyrri,
sem byrtist í þessu hefti, fjallar um
útvarpsrekstur Dana almennt og Út-
yarpshöllina og kennir þar margra
grasa og hinn síðari fjallar um danska
útvarpið undir oki Þjóðverja.
Ég vil geta þess að Per Björnsson-
Soot dvaldi hér á landi all lengi fyrir
mörgurn árum og að hann er Kaup-
imannahafnarfréttarritari útvarpsins. Má
og segja að liann hafi lialdið upp, á
styrjaldarárunum, eina sambandinu,
sem var milli Danmerkur og -íslands
og þá fyrst og fremst milli íslendinga
búsettra í Danmörku og okkar heima,
því að skeyti hans og fréttabréf fjöll-
uðu fyrst og fremst um þá og þeirra
störf. — Per Björnsson- Soot nýtur og
mikils trausts meðal danskra blaða-
manna. Sagði Peter Tabor, aðalritstjórr
Social- Deinokratens við mig að Per
Björnsson- Soot væri hinn ágætasti
Inaður og hefði undir hernámi Þjóð-
Verja sýnt frábæra starfshæfileika. —
1 greinum hans, sem byrtast í þessu
hefti og því næstá, er ekki getið um
framlag hans í baráttu dönsku þjóð-
arinnar í sambandi við útvarpsrekstur-
inn — og finst mér því skylt að láta
þessi orð fylgja um leið og fyrri grein
hans kemur í Útvarpstíðindum.
V. S. V.
í júlímánuði, þegar þessi grein er
skrifuð, er tilkynnt, að úlvarpsnotend-
•um í Danmörku hafi fækkað síðustu
12 mánuði um 4000 — og að tala
þeirra sé því nú að eins 1.009.735.
Þetta er í fyrsta skipti sem útvarps-
notendum fækkar í Danmörku síðan
danska ríkið tók útvarpsreksturinn í
sínar hendur árið 1925. Þessi mikla
fækkun útvarpsnotenda stafar fyrst og
fremst af því að mikill skortur er á
rafmagni. Þessir 4000 útvarpsnotendur
iiafa selt útvarpstæki sín, vegna þess,
að þeir hafa ekki haft ráð á að nota
rafmagnsskamt sinn til þess að hlusta
á útvarp — en ekki treyst sér til þess
að standast freistinguna, ef þeir ættu
tæki sín áfram.
Hin svokallaða rafmagnsskömtun
hefur lika orðið þess valdandi, að út-
sendingartímum danska útvarpsins hef-
ur fækkað stórkostlega. Áður var út-
varpað nær allan daginn, en nú er
hlé í marga tíma. Útvarpið hefur
sjálft ákveðið þessi hlé af frjálsum
Ivilja, vegna rafmagnsskortsins og án
þess að það hafi fengið fyrirmæli um
það.
Það er ekki lengra síðan en 4. maí
síðast liðinn, að útvarpið varð, næst-
um þvi daglega, að grýpa inn í ákveðna
dagskrá með tilkynningunni: „Kaup-
mannahöfn—Kalundborg. Vér verðum
að stöðva útsendingar um stund.“ —
!Og nokkru siðar heyrðust flugvéladrun-
ur og nokkrum sinnum áköf skothríð.
'En að eins í tvö skipti var sprengjum
kastað á Kaupmannahöfn, en aldreí
var þeim stefnt að „Útvarpshöllinni“
Við Rosenörns Allé, þrátt fyrir það að
hún, var eins og svo margar aðrar
opinberar byggingar í Kaupmannahöfn,
hertekin af Þjóðverjuin.
Þegar Vilhjálmur S. Vilhjálmsson
ritstjóri Útvarpstíðinda var staddur
hér i Kaupmannahöfn heimsótti hann
„Útvarpshöllina“ og talaði við mig
sem starfsmann fréttastofu blaðamanna,
en þannig köllum við í heild frétla-
þátt útvarpsins. Ritstjórinn bað mig
að skrifa grein fyrir íslensku Útvarps-
tíðindin, sem fjallaði um hvorttveggja
í senn, háborg danska útvarpsins: Út-
varpshöllina í Rosörns Allé og aðstöðu
danska útvarpsins meðan styrjöldin