Útvarpstíðindi - 27.08.1945, Blaðsíða 16

Útvarpstíðindi - 27.08.1945, Blaðsíða 16
184 ÚTVARPSTÍÐINDI pressa brotin úr buxunum mínum við fótstall ástargyðjunnar Lóló. — Svo er haldið af stað. — Að lítilli stundu liðinni hefur hinn víði faðmur fjar- lægðanna gert bílinn okkar að litlum dökkum díl yzt út í hvítri víðáttunni. Það marrar í snjónum undir skíð- unum við hvert fótmál, sem stigið er. Það er eins og billjónir hinna líflausu snjókorna eignist mál, mál, sem ým- ist er hlakkandi hamingjusamt yfir heimsókn okkar, eða nístandi angur- vært yfir merjandi þunga síðanna. Blóðið svellur f æðum okkar og augun fá ástríðugljáa — þetta er lífið máttugt og sterkt. — — Hingað til hefur hópurinn haldið saman, en smátt og smátt dreifist hann, eins og lífið þurfi endilega hér eins og alls staðar annars staðar að hafa frávik. Ég veit það ekki, en ef til vill var ég sá fyrsti, sem rýf félagsskapinn. — Heillandi brekka til vinstri handar lokkar mig til sín. — Ég læt mig dragast dálítið aftur úr; og þegar næsta Ieiti ber á milli bera skíðin mig niður hæga brekku. — Það er alltaf skemmtilegra að bursta snjóinn af rassinum á sér, þegar enginn sér til! — Og svo vildi ég nú satt að segja gjarnan losna við Lóló, sem ekki var neinn sérstakur skíðagarpur frekar en ég. Ég veit ekki hve oft ég renndi mér niður þessa brekku, þá um daginn, en það var oft. Að lokum lagði ég þó land undir fót og hélt í sömu átt og ferðafélagarnir höfðu haldið. — Ég var laus við allt, sem heitir sam- vizkubit og naut þess í ríkum mæli að fljúga á skíðum yfir fannþakta slóð. — Allt í einu sé ég skíðamann fram undan. Nokkrum skíðalengdum nær uppgötva ég, að það er stúlka.--------- Það skyldi þó ekki vera heillakerlingin hún Lóló? verður fyrsta hugsun mín. Sannarlega væri það eftir henni að vera að lóna hér og bíða eftir mér. En hún skyldi svei mér fá að njóta einverunnar fyrir mér. Ekki skyldi ég trufla hana.--------En — en það er eitthvað, sem aftrar mér að fljúga af hólmi. Eitthvað, sem togar mig nær og nær þessari stúlku. Ef til vill er það kyrrðin og tilfinningin um ein- stæðingsskap í alveldi vetrar og fjalla. En ef til vill er það ekki það, heldur þrá eftir fleiri og meiri æfintýrum þennan sólbjarta dag. Ég herði gönguna. Ég finn loftið hreint og tært fylla lungun. Næstum sé lungnablöðrurnar þenjast út og fyllast súrefni. Stúlkan hefur numið staðar. Hún bíður mín ein og hljóð, sem klettadrangur í hvífyssandi hafi. Heil á fjöllum! hrópa ég um leið og ég renni mér að hlið hennar. Ég á von á storkandi hlátri frá Lóló. — En hvað? þessi dökku íhugulu augu, eiga ekkert skylt við nafnið það. Ósjálf- rátt brýst afsökunarbeiðni fram á var- ir mínar. Fyrirgefið! segi ég. Ekkert að fyrirgefa. Fyrirgefa hvað? Við för- um bæði að hlægja. — Hláturinn fær- ir okkur nær hvort öðru. Við erum þó alltaf tvær lifandi verur, sem, þótt við mætumst af tilviljun, eigum okkar sameiginlegu þrár og óskir. Erum vin- ir hér — og á þessum degi. — , Við skiptumst á nokkrum orðum um veðrið og dásemdir fjallanna, eftir að hafa sagt fram nöfn okkar og fundið ylinn af gagnkvæmu handtaki streyma

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.