Útvarpstíðindi - 27.08.1945, Blaðsíða 18
186
ÚTVARPSTIÐINDI
Steindórs, því að Finn má telja me'Sal
mein háttar fræðaþula úr alþýðustétt.
Miðvikudaginn 5. september flytur
Árni Óla blaSamaður erindi um Hólma-
vík í tilefni af 50 ára afmæli staðar-
ins. Fyrir réttum 50 árum var fyrsta
húsið byggt þarna, þar sem þá var
hrjóstug eyðimörk. Nú eru íbúarnir
orðnir nokkuð á 4. hundrað talsins.
Ræðumaðurinn, Árni Óla, er útvarps-
hlustendum að góðu kunnur.
Sunnudaginn 9. sept. talar Þórhallur
Þorgilsson bókavörður um franska
skáldið Cierre de Ronsfird, en Þórhall-
ur þekkir manna bezt hér á landi til
rómanskra bókmennta.
Pierre de Ronsard (f. 1524 — d.
1585?) var hið mest áberandi skáld
Frakka í upphafi viðreisnaraldarinnar
(renaissance-tímanna), og bar ekki
meira á öðru ljóðskáldi um þær mund-
ir í allri álfunni, ef Comöes hinn portú-
galski er undanskilinn. En þeir voru
jafnaldrar. Ronsard var foringi þess
skáldaskóla, sem kallaði sig „sjöstirn-
ið“ — la Pléiade, sem innleiddi forn-
menntastefnuna í franskan skáldskap
og tók sér hin ítölsku skáld — Pet-
rarca, Aretino, Sannazaro o. fl. —
mjög til fyrirmyndar. Þeir félagar
voru í rauninni fyrirrennarar hins
franska ,,klassicisma“ og undirbjuggu
jarðveginn fyrir hin glæsilegu verk
Corneilles og Racines, sem ljóma bar
af um alla Norðurálfu.
Miðvikudaginn 12. sept. flytur Geir
Jónasson sagnfræðingur erindi, en
efni þess var ekki að fullu ákveðið,
er Útvarpstíðindi fóru í prentun.
Af innlendum hljómlistaratriðum má
geta einsöngs Bjarna Bjamasonar
læknis frá Geitabergi, mánudaginn 3.
S
9
Kristinn Ingvarsson.
sept. Bjarni hefur sjaldan látið heyra
til sín í útvarp, en um skeið tók hann
mikinn þátt í sönglistarlífi Reykja-
víkurbæjar og hvað þá mikið að hon-
um.
Ungfrú Kristín Einarsdóttir syngur
viku seinna, mánudaginn 10. sept.,
syngur þá lög eftir Sigurð Þórðarson,
Grieg og Schubert. Kristín hefur sung-
ið fjölmörgum sinnum í útvarpið á
undanförnum árum og hefur hlotið
miklar vinsældir fyrir hina þýðu og
fögru rödd sfna.
Þá er í ráði að Birgir Halldórsson
söngvari syngi fyrir útvarpið í fyrri
hluta septembermánaðar. Birgir fór
8 ára að aldri til Vesturheims og hefur
dvalið þar þangað til í vor að hann
kom f kynnis- og söngför til lslands, *
en fer utan aftur seint í september,
Það eru 17 ár síðan Birgir fór af
landi burt, Ias hann læknisfræði við
háskóla vestur í Kanada en byrjaði þá
jafnframt á söngnámi. Hreif sönglistin