Útvarpstíðindi - 27.08.1945, Blaðsíða 11
'ÚTVARPSTÍÐINDI
179
en nauðsynlegur siðalærdómur. Þið
flaggið með eintómum vísdómi eft-
ir heimsfræga höfunda. Slíkar kynn-
ingar eru orðnar næsta hversdagsleg-
ar, og gefa það fyllilega í skyn að
þar er ekkert nýnæmi á ferðinni, en
maður býst þó við að eitthvað sé til
þar fyrir neðan, sem gæti þó verið
til tilbreytingar við og við.
Það virðist eins og sá misskilning-
ur hafi slæðst inn í herbúðir útvarps-
ins, að þær eigi að vera nokkujskon-
ar útverðir máls- og menningar, en
það er nú raunar ekki meiningin. Ut-
varpið á að skemmta þjóðinni með
sem fjölþættustu efni, vitanlega fyrst
og fremst með skemmtilegum fróð-
leik, en það á alls ekki að knésetja
hana eða verða nein menntastofnun.
Það er talið að gamalmenni og sjúkl-
ingar séu tryggustu hlustendur út-
varpsins, og að einmitt það fólk hlusti
á það dag hvern í hundraða tali. Sök-
um elli og sjúkleika getur það þó
ekki talist nemendur. En slík alþjóð-
arstofnun sem útvarpið er, ætti þó að
taka tillit til þessa fólks. Ég heyrði
einu sinni á það minnst, að útvarps-
lesurum hætti til að gleyma íslandi
utan Reykjavíkur, og má þá varla
minna vera, en að þeir muni eftir
Reykvíkingum.
Þá er það margmælgin um virsa
menn, hún gengur oft út í öfgar. Þó
maðurinn eigi allt það mögulega skil-
ið, þá er það bjarnargreiði einn, að
láta það allt leysast upp í tómahljóðs
upphrópunum og endurtekningum.
Raunar varð nú ekki endirinn sá með
Jónas Hallgrímsson, því Helgi Hjör-
var flutti þar lokaþáttinn af hinni
mestu snild, en margt var áður búið
að segja um Jónas, sem hefði mátt
segja betur um slíkan mann.
Eitt af síðustu orðum Jónasar var
spáin um það, að hann yrði ekki grát-
inn, og var það viturlega mælt, sem
flest það er fram kom af hans munni.
Yfirleitt hygg ég að íslendingar hafi
lítið gjört að því að gráta Jónas Hall-
grímsson. Þeir flagga fyrir dánardegi
hans eins og fullveldisdeginum og
fæðingardegi Jóns forseta. Enda er
það sitt hvað, að gráta góðan dreng og
að heyja kapphlaup í þeirri list að
heiðra minningu hans með hliðsjón
til sinna eigin metorða.
Eitt nýmæli var á döfinni þessa
Jónasar daga og var það að vonum
að lærðir menn vildu heiðra minningu
hans með frumlegum orðum. Þá ný-
íslenzku sem hér um ræðir hefði ég
ekki skilið, ef ég hefði ekki notið
annarra að, sem gátu þýtt hana á
gamla íslenzku. Gott væri að B. S.
vildi lofa manni að heyra hvaða rök
mæla með því að orðið ,,ártíð“ tákni
ævilok eða afmæli, og í þessu tilfelli
dáins afmæli. Eftir líkum að dæma
hefði maður talið að orðið þýddi upp-
haf frekar en endi, samanber „Ár vas
alda.“ Eins um uppruna orðsins og
frá hvaða landshluta það er komið.
En úr því ég minntist á Björn Sig-
fússon, þá vildi ég geta þess að ég
hefði kosið hans hlutverk í útvarpinu
á annan veg en er. Hans þáttur þykir
mér einn sá skemmtilegasti, máske
þó að undanteknum lestri íslendinga-
sagnanna.
Björn er einn hinn prýðilegastr
fræðari, hann fullyrðir sjaldan og
*hefur því þeim mun meiri tiltrú. Hann
heldur sig fast við forna málið og fer