Prentarinn - 01.06.1936, Page 5
PRENTARINN
9
STEINGR. GUÐMUNDSSON
ÞRJÁTÍU ÁRA PRENTARI
Það er eftirtektarvert, live margir þeirra,
seni nú vinna að prentiðn í Reykjavík, eru
komnir frá litlu prentsniiðjunum utan liöfuð-
staðarins, og væri þetta vert rækilegrar at-
hugunar. Þeir menn eru misjafnir á ýmsa
lund, eins og aðrir, en einkum niun þó verða
lagður á þá sá mælikvarði, hvort þeir séu
góðir verkmenn eða ekki. ()g hefur það vist
verið upp og ofan eins og gengur. En um
einn þessara aðflytjenda, ef svo mætti lil orða
taka, má fullyrða, að hann var fær maður á
sínu sviði. Það er Steingrímur Guðmundsson,
forstjóri Ríkisprentsniiðjunnar Gutenberg.
Hann hóf prentnám á ísafirði haustið 1905
og vann þar lil vors 1910. Þá fór hann til Ak-
ureyrar og i prentsmiðju Odds Björnssonar
og vann þar fram á vetur 1911. Hún var ]iá
í góðu áliti sem ein vandvirkasta prentsmiðja
landsins, og mun Steingrimur hafa liaft gott
af veru sinni þar. Til Reykjavíkur kom
hann veturinn 1912 og gekk þá í HÍP og hóf
vinnu í Gutenberg. Þar tóku menn fljótt eftir
])ví, að liann var framúrskarandi góður
verkmaður, bæði fljótvirkur og vandvirkur,
og mun hann einna fyrstur hér hafa lekið
upp þá setningarreglu, sem nú ætti að vera
orðin ófrávíkjanleg, að glenna linur jafnt, svo
að heildaráferð lesmálsins yrði sem fegurst.
Vann Steingrímur í Gutenberg til ársbyrj-
unar 1914, en þá sigldi hann til Kaupmanna-
hafnar og var þar i prentsmiðju S. L. Möllers
til vors 1918. Kom hann þá aftur heim hingað
og var í Gutenberg fram á haust 1919. Fór
enn utan og vann nú i prentsiniðju Gylden-
dalsbókaverzlunar í Khöfn uni 10 ára skeið.
Á þessu timabili kynnti Steingrímur sér ræki-
lega rekstur prentsmiðja og var þvi vel undir
þá stöðu búinn, sem siðar kallaði hann heim.
Árið 1928 fól þáverandi rikisstjórn Stein-
grími Guðmundssyni að athuga kostnað við
að stofnsetja nýja prentsmiðju, sem hæfileg
væri til að annast prentun rikisins og stofn-
ana þess. Kom hann Iiingað til lands suin-
arið 1928 með áætlun um stofnkostnað nýrrar
prentsmiðju og atliugaði ])á einnig tilboð um
kaup á starfandi prentsmiðjum í bænum og
gaf skýrslu um málið, en
fór siðan aftur utan, eftir
stutta dvöl hér heima. Sum-
arið 1929 kom hann svo
enn hingað og var þá sam-
ið um kaup á prentsmiðj-
unni Gutenberg. Mun liún
hafa verið seld vegna þess,
að eigendum hennar þótti
ekki heppilegt, vegna sjálfra
sín og stéttarinnar í heild,
að hér væri komið upp nýrri prentsmiðju, sem
fengi aðalverk Gutenbergs. Tók Steingrimur
við forstöðu prentsiniðjunnar 1. janúar 1930.
Það kóm strax í ljós, að Steingrímur var
hagsýnn forstjóri, þvi að hann breytti ýmsn
í betra horf, bæði lil hagsbóta verkamönnum
og arðvænlegri afkomu fyrirtækisins. Var
þegar fengin ný setningarvél, til viðbótar
þeirri, sem fyrir var, og þeim fundinn heppi-
legur staður i setningarsafnum. Prentvélar
voru bættar og þeini fjölgað og letur endur-
nýjuð, svo að nú eru flest hin eldri letur
tekin úr daglegri notkun. Stærsta sporið til
þess að gera kleifa frekari aukningu prent-
smiðjunnar var þó stigið á síðaslliðnu ári, er
reist var viðbygging, sem tekur yfir alla áður
óbyggða lóð prentsniiðjunnar. Var kjallarinn
aukinn uni nærri helming og prentvélasalur-
inn stækkaður mjög mikið. Nú eru komin
þrjú rúmgóð skrifstofuherbergi i stað eins
áður, sem var óhæfilegt og þess valdandi, að
forstjóri og skrifstofufólk þurftu að vinna
aðalvinnu sina eftir venjulegar vinnuhættur.
Vistlegt lierbergi með fataskápum, fyrir starfs-
menn í vélasal og skrifstofu, og hreinlætis-
tækjum er i nýbyggingunni og öllu smekklega
fyrir komið, en lireinlætistæki fyrir starfs-
nienn i setningarsal er uppi við inngang hans.
Ofan á pappirsgeymsluhúsi eru svalir, sem
ganga má út á úr setningarsal. Þar getur
verkafólkið notið sólar á góðviðrisdögum í
kaffitimanum. Svo mun til ætlazt. að síðar
meir verði byggt ofan á prentvélasalinn og
setningarsalurinn stækkaður á sama liátt og
vélasalurinn. Bókband prentsmiðjunnar er á
efstu hæð. Byrjaði það, eftir að Steingrímur
lók við, i smáum stíl, en hefur verið aukiðeftir
því, sem þörfin krafði. (Frh. á 10. hls.)