Prentarinn


Prentarinn - 01.06.1936, Qupperneq 6

Prentarinn - 01.06.1936, Qupperneq 6
ÍO PRENTARINN HUNDRAÐ KRÓNUR TIL HEILSUVERNDAR A siðasta aðalfundi HÍP minntist formað- ur félagsins nokkuð ítarlega á hundrað króna styrk, sem nokkrir prentarar höfðu fengið til þess að halda uppi likamsæfingum innan stéttarinnar. Taldi hann mjög vítavert, að slíkir styrkir væru veittir, og nuddaði því jafnvel um nasir þessara manna, að þeir væru á þennan hátt að seilast eftir gjöldum þeim, er þeir greiddu í félagið. Vegna þess, að margir félagar hafa fengið ranga hugmynd um styrk þennan, neyðist ég til þess að skýra dálítið nánar frá honum og drögunum til þess að farið var framáhann. Veturinn 1934—5 komu noklcrir starfsmenn í ísafoldarprentsmiðju sér saman um að stofna æfingaflokk innan stéttarinnar. Þeir sömdu siðan við eitt iþróttafélág bæjarins, sem tók að sjer að lána hús og kennara, gegn venjulegu árstillagi í félagið. Tilgangur flokksins var sá, að meðlimir stéttarinnar gætu átt völ á hæfilegri lireyfingu tvisvar i viku, með heitu og köldu haði á eftir. Að ganga í flokka íþróttafélaganna var ógern- ingur, þvi tilgangur okkar var einungis sá, að (Frh. frá !), bls.) Rekstur prentsmiðjunnar hefur gengið prýðilega frá byrjun. Má það m. a. þakka hag- sýni og framkomu forstjórans, sem hefur ætíð gert sér far um að sýna viðskiptamönn- um og starfsfólki lipurð og sanngirni. Hefur prentsmiðjan skilað ríkissjóði álitlegum liagn- aði, auk þess, sem varið liefur verið til þess að auka hana og endurbæta. Enda mun liún það rikisfyrirtæki, sem minnst er deilt um' allra þeirra, er i hefur verið ráðizt, og menn í öllum flokkum eru sammála um, að ríkið þurfi að reka. Það er vel farið, að Steingrimi Guðmundssyni hefur tekizt að skapa stofn- uninni slíkt álit, og um leið gott samkomu- lag við aðrar prentsmiðjur og prentarastétt- ina i heild. Og það mun almælt meðal þeirra, sem tit þekkja, að hæfarí mann í stöðu þessa hefði varla verið liægt að finna i stétt vorri. fá menn til þess að rjetta vel úr bakinu tvisvar í viku og fá sér gott hað, en ekki að skapa neina fjölleikamenn. Æfingum þessum var haldið áfram allan veturinn og fram á vor, og voru allir ánægðir með árangurinn. í vetur ætluðum við svo að halda áfram, en gátum eigi fengið sömu kjör, vegna þess að það liafði eigi borgað sig fyrir hlutaðeigandi íþróttafélag að halda uppi æf- ingunum. Við neyddumst þvi til þess að taka hús á leigu og fá okkur kennara. Við gerðum itrekaðar tilraunir til þess að fá menn úr öðrum smiðjum í flokkinn en það bar lítinn árangur. Þó kom einn maður úr Herberts- prenti og annar úr Acta. Nokkrir kváðust þó að likindum geta komið eftir áramótin, en fjárhagsins vegna treystum við okkur ekki til þess að halda svo lengi áfram, nema okkur liærist einhver styrkur. Margir í flokknum voru líka nemar, sem oft eru, eins og flestir vita, blankir. Við sóttum siðan um styrk til félagsins og fengum liundrað krónur. Eftir nýárið héldum við svo nokkrar æfingar, en gátum eigi fengið fleiri í liðið. Við greiddum þá áfallinn kostnað, sem var eitthvað yfir hundrað krónur og hættum. Margir okkar unnu vaktavinnu, og æfingarnar urðu svo fá- sóttar, að ógerningur var að halda þeini áfram. Tilgangur styrksins var sá, að halda æfingunum áfram, þar til útséð yrði um það. hvort hægt væri að fá fleiri menn í liópinn. ^Okkur þótti mjög leitt að þurfa að liætta þessum æfingum, því við vitum, að engum er nauðsynlegra að gæta vel likama síns en prenturum, sérstaklega nemunum, sem koma í prentsmiðjurnar óharðnaðir unglingar og vilja oft kikna við kassann. Ég veit, að einungis gott eitt vakir fyrir formanni félagsins, þegar hann varar nienn við fjárveitingum úr sjóðum þess, en ég er viss um, að honum liafa gefizt mörg betri tækifæri til umvöndunar en þetta. Hann tal- aði uin, að við værum með þessu að seilast eftir þeim gjöldum, sem við greiddum i fé- lagið, en ég vil þá meina, að menn séu altaf að seilast eftir gjöldum sinum, ef þeir sam- þykkja einhverja fjárveitingu, sem ekki er lagaheimild fyrir. Eða máske að þessi styrkur hafi verið svo óguðlegur vegna þess að hann

x

Prentarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.