Prentarinn


Prentarinn - 01.09.1936, Qupperneq 8

Prentarinn - 01.09.1936, Qupperneq 8
20 PRENTARINN þóttu vaskir setjarar, og sá enginn aukvisi, sem „burstaði“ þá á sprettinum á þeim árun- um, einkum ef þeir voru í „habitus". Vildi það einkum brenna við síðari iiluta vikunnar, ef þeir þóttust heldur hafa slegið slöku við fyrri hlutann. Annars var fasta kaupið frem- ur lágt — venjulegir verkamenn 60 kr. á mán- uði og þótti dágott kaup, yfirprentarar allt upp í 80 kr. á mánuði og þótti það afbragðs kaup. Þá fékkst nú lika meira fyrir liverja krónu en núna. Uppsagnarfrestur var þá enginn og gat prentsmiðjueigandi sagt mönn- um sínum upp vinnunni, er honum bauð svo við að liorfa og gagnkvœmt. Þó heyrði ég tal- að um, að prentarar — helzt þó setjarar — voru ráðnir um ákveðinn tíma, sumir til árs, l. d. yfirprentarar. Þó var atvinnuleýsi á þess- um árum næsta litið, og enda þótt iítið væri að gera, I. d. í stærri prentsmiðjunum, kom það ekki svo mjög við eigendur prentsmiðj- anna, þar sem margir prentarar þeirra voru tiltölulaunamenn. Þeir létu þá bara ganga eða sögðu þeim upp vinnunni og borguðu engar skaðabætur. Svona var það nú í þá daga. Kaup nemenda var um og eftir aldamót: 1. ár 10 kr., 2. ár 20 kr., 3. ár 30 og 4. ár 40 kr. um mánuðinn, og það þótti gott kaup fyrir unglinga. Reyndar minnist ég þess, að tvo fyrstu mánuðina, sem ég var við prentverk, fékk ég aðeins 8 kr. um mánuðinn. enda áttu jiessir tveir mánuðir að skoðast sem nokkurs konar reynslutími. Aðbúnaður í prentsmiðjum á þessum árum var frekar lélegur, enda ekki gerðar svo til- takanlega háar kröfur. Gólf voru venjulega þvegin tvisvar í viku, en daglega voru þau sópuð og var það gert eftir vinnuhættur á kvöldin. Við þvoðum okkur um hendurnar upp úr blikkfötu, sem vatn var sótt i út í Prentsmiðjupóst, því að þá var engin vatns- leiðsla komin. Vildi l>á stundum breiina við, að vatnið væri ekki sem allra hreinast, þvi fyrir kom, að sá, sem átti að sækja það, en það var venjulega yngsti neminn, ef fleiri voru nemar en einn, varð nokkuð þungur fót- urinn og reyndi að komast lijá að endurnýja vatnið og láta það þá verða tveggja sólar- hringa gamalt. Varla lield ég þó að það hafi verið látið verða eldra og oftast var það end- urnýjað daglega, en drykkjarvatn var iðulega sótt og kostað kapps um að liafa það sem bezt. Man ég eftir, að eitt árið, sem við vor- um með prentsmiðjuna i Austurstræti 3, gaus upp taugaveiki á nokkrum stöðum í bænum. Heimtaði þá frú Jarþrúður lieit., kona Hann- esar sál. Þorsteinssonar, að vatn það, sem við drykkjum, væri soðið — en vatninu var kennt um að taugaveikin gaus upp. — Lét hún gera þetta nokkrum sinnum, en ekki geðjaðist okkur að soðna vatninu og þótti lít- ið til koma. Skildum og ekki þá, hver af- bragðs varúðarráðstöfun gegn veikinni þetta var. Hið lielzta, sem prentað var i Þjóðólfs- prentsmiðju eftir að Hannes heit. Þorsteins- son eignaðist hana, auk Þjóðólfs, voru Sýslu- mannaæfir, Biskupasögur séra Jóns Halldórs- sonar og Handritaskrá Þjóðskjalasafnsins, sem Sögufélagið gaf út. Sveinbjörn Oddsson. TRÚNAÐARMENN Samkvæmt tillögu aðalfundar, sem birt var í maí-blaði PRENTARANS, liefir stjórnin skipað eftirfarandi félaga: Acta: Ágúst Guðmundsson. Alþýðuprentsmiðjan: Meyvant Hallgrímsson. Félagsprentsmiðjan: Arni Guðlaugsson. Herbertsprent: Óskar Söebeck. ísafoldarprentsmiðja: Sigfús Valdimarsson. Prentsmiðja Ágústs Sigurðssonar: Guðmiindur .4. Jónsson. Prentsmiðja Jóns Iielgasonar: Stefán Ögmundsson. Prentsmiðjan Viðey: Halldóra Ó. Guðmnndsdóttir. Ríkisprentsmiðjan Gutenberg: Guðmundur Halldórsson. Steindórsprent: Ettert Magnússon. Víkingsprent: Björn Jónsson. RITSTJÓRI: JÓN H. GUÐMUNDSSON Herbertsprent, Bankastræti 3, prentaði.

x

Prentarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.