Prentarinn - 01.12.1936, Side 2
26
PRENTARINN
unuin væru búnir að fá samninga um styttri
vinnutíma en 8 stundir á dag, og ef 8 stundir
væri orðinn almennur vinnudagur hjá verka-
fólki i öðrum greinum hér á landi, þótt við
á hinn bóginn eigi fáum séð nein rök fyrir
því, að daglegur vinnutimi prentara þurfi að
vera styttri en annara manna. En vinnudag-
ur prentara í Danmörku, Noregi og Svíþjóð
er enn fullar 8 stundir og allur þorri verka-
manna hér á landi vinnur enn meira en 8
stundir á dag. Þegar þar við bætist, að nú er
enginn prentari hér í Reykjavik atvinnulaus,
jjannig að vinnutímastyttingin verður ekki
unnin upp nema annaðhvort með meiri auka-
vinnu eða aukinni vélavinnu, þá er okkur
ekki ljóst, livern hag prentarastéttin hefir af
styttingunni.
2. í sambandi við óskir ykkar um hækkun
á hundraðstölu fyrir aukavinnu viljum við
benda á, að allmikið af þeirri aukavinnu, sem
nú er unnin í prentsmiðjunum, er bein af-
leiðing af því, að tala þeirra manna, sem
prentverk stunda, er svo takmörkuð, að ef
aukning verður á vinnu fram yfir það, sem
almennt er, verður afleiðingin sú, að grípa
verður til aukavinnu. Engin prentsmiðja læt-
ur vinna aukavinnu, nema nauðsyn beri til.
Og það, hversu fús'ar þær hafa verið á að
bæta við sig starfsfólki síðustu árin, þegar
þess hefir verið nokkur kostur, í stað þess
að láta vinna litilsháttar aukavinnu, sýnir,
hve hún er í raun og veru prentsmiðjunum
óljúf. Sýnist oss þvi óþarft að fara fram á
það. að prentsmiðjunum verði hegnt með því
að gera vinnu þessa dýrari en nú er.
3. Prentarar hafa samkvæmt núgildandi
samningi tvo frídaga auk almennra helgidaga,
og hefur það jafnan staðið til boða af okkar
liálfu, að hafa skipti á öðrum hvorum þess-
ara daga fyrir 1. mai.
4. Þá konnim við að óskum ykkar um
kauphækkanir. Prentarar munu nú vera með
allra bezt launuðu stéttum landsins, auk þess
sem kjör þeirra að öðru leyti eru mun betri
og tryggari en annara verkamanna. Ýmsar
starfsmannastéttir hafa á síðarí árum orðið
fyrir rýrnun á kjörum sinum vegna lækk-
unar á dýrtiðaruppbót þrátt fyrir nokkuð
hækkandi verðlag, en prentarar hafa sam-
kvæmt núgildandi samningi fengið verð-
hækkunina bætta upp að verulegu leyti. Má
einnig í þessu sambandi benda á, að á Norð-
urlöndum er kaup prentara miklu lægra en
hér, t. d. hafa prentarar í Svíþjóð i Stock-
hólmi, kr. 03,60 i kaup á viku og mun lægra
í smærri borgum, allt niður i kr. 40,30, í Nor-
egi kr. 08,00 í 1. fl. og kr. 03,00 í 2., og i Dan-
mörku kr. 03,00 í Kaupmannahöfn og lægra
utan Kaupmannahafnar.
Þvi verður að visu ekki neitað, að dýrara
er að lifa liér en í nágrannalöndunum, en
að sá munur nemi jafnmiklu og kaupmunur-
inn, kemur ekki til mála.
Þrátt fyrir þær athugasemdir, sem við
höfum gert við óskir ykkar um breytingar
á núgildandi samningi, myndum við fallast
á að framlengja samningnum með þeim
kauphækkunum, sem leiða af ákvæðum 10.
greinar, og teldum rétt að láta hann gilda
um jafnlangt tímabil eins og síðast. En við
óskum líka nokkurra breytinga á samningn-
um, þó eigi séu þær stórvægilegar.
Við förum fram á, að heimiluð verði 3
vinnutímabil á sólarhring, og verði hið
þriðja 0 stundir.
Vegna þess, að nokkur ágreiningur virðist
vera uin það, hvernig reikna skuii auka-
vinnu i ýmsum tilfellum, vildum við fá þau
ákvæði samningsins skýrar orðuð, og mun-
um við koma nánar að því í munnlegum
viðræðum við ykkur.
Væntum við, að þið látið okkur vita, er
þið hafið athugað þetta svar okkar, og eruni
við jiá reiðubúnir til þess að hefja viðræður
við ykkur/*
Þriðjudaginn 15. des. var svo haldinn sam-
eiginlegur fundur stjórnar HÍP og FÍP og
forstjóra Ríkisprentsmiðjunnar Gutenberg.
A þessuin fundi rak hvorki né gekk, og
hélt 'hvor aðili ákveðið fram því, sem i bréf-
unum stendur. Og stjórn HÍP hafnaði alger-
lega málaleituninni um 3. vinnutímabilið á
sólarliring.
Næsti sameiginlegi fundur verður haldinn
mánudaginn 21. des.