Prentarinn - 01.12.1936, Síða 5
PRENTARINN
29
ALÞÝÐUSAMBAND ÍSLANDS
OG PRENTARAR
13. ÞING SAMBANDSINS
hófst 29. október 1936 og lauk 10. nóvember.
Fulltrúar HÍP á þinginu voru Guðm. Hall-
dórsson, Hallbjörn Halldórsson og Magnús
H. Jónsson. Forsetar þingsins voru Héðinn
Valdimarsson, Stefán Jóh. Stefánsson, Sigur-
jón .4. Ólafsson og Hannibal Valdimars-
son.
Fulltrúar voru 155 frá 77 félögum, en
i sambandinu eru 89 félög og meðlimatala
þeirra er 12 231.
Samsæti var haldið í Iðnó 3. nóv. Kvik-
myndasýning fór fram í Gamla Bíó 6. nóv.
fyrir fulltrúana og gesti þeirra og sýndar
myndir úr sögu norsku alþýðusamtakanna:
,,Eining er afl“ og „Vér byggjum landið“.
Kvikmynd var og tekin af fulltrúunum.
Forseti var kosinn Jón Baldvinsson, vara-
forseti Héðinn Valdimarsson, og meðstjórn-
endur fyrir Reykjavik: Stefán Jóh. Stefáns-
son, Jón Axel Pétursson, Ingimar Jónsson,
Sigurjón Á. Ólafsson, Jón Guðlaugsson, Jó-
hanna Egilsdóttir og Magnús H. Jónsson. Auk
þeirra eru tveir meðstjórnendur úr hverjum
landsfjórðungi.
19 nefndir störfuðu á þinginu og var
Magnús H. Jónsson kosinn í iðnaðarmála-
nefnd, en Guðmundur Halldórsson í laga-
nefnd.
Menntamálaráð, fimm manna, var í fyrsta
skipti kosið á þessu þingi og er Ingimar Jóns-
son formaður þess. Laganefnd var og kosin
til þess að vinna milli þinga að endurskoðun
á lögum sambandsins.
Frá síðasta sambandsþingi, 1934, liafa Al-
þýðusambandinu bæzt 24 félög og er með-
limatala þeirra 1349. Sambandsfélög eru nú
í öllum sýslum landsins nema Dalasýslu og
Bangárvallasýslu.
Alþýðusamband íslands var stofnað 1916
af Hinu isl. prentarafélagi, Verkamannafélag-
inu Dagsbrún, Sjómannafélagi Reykjavíkur
Verkakvennafélginu Framsókn, Sveinafélagi
bókbindara og Verkamannafélaginu Hlíf í
Hafnarfirði.
MAGNÚS H. JÓNSSON
hóf nám 9. nóv. 1!)11
í prentsmiðju Þjóðviljans,
en lauk því í Gutenberg
og hefur unnið þar síðan.
Hann gekk í HÍP 10. júlí
1916. Magnús mun hafa
starfað einna mest allra
núlifandi prentara fyrir
stéttina og unnið öll sín
störf af miklum áhuga og
dugnaði og trúmennsku.
Hann var i verkfallsnefnd 1920, ritari sjúkra-
samlagsins 1919—22, ritari félagsins 1924—
25, varaformaður 1925 og 1930, endurskoð-
andi 1929—30, meðstjórnandi 1931 og 1933 og
formaður 1923 og frá 1933. — Á síoasta Al-
þýðusambandsþingi var hann kosinn í stjórn
þess. — Hann átti 25 ára starfsafmæli 9. nóv.
JÓN BALDVINSSON
byrjaði nám í prentsmiðju Þjóðviljans á Isa-
firði 1897 og fluttist með henni að Bessastöð-
um á Álftanesi. Siðan vann hann í Gutenberg,
þangað til hann gerðist forstjóri Alþýðu-
brauðgerðarinnar 1917. 3. sept. 1905 varð
hann meðlimur HÍP og hefur gegnt fyrir það
mörgum trúnaðarstörfum, og fyrir lilstilli
þess lagði hann út á braut stjórnmálanna og
má félag vort vera hreykið af því, að því
auðnaðist að tefla fram í þágu alþýðusam-
takanna þessum glæsilega forystumanni. —
Trúnaðarstörf hans í þágu þjóðarinnar eru
svo mörg og margháttuð, að ómögulegt er að
telja þau öll hér, en forseti Alþýðusambands-
ins hefur hann nú verið i samfleytt 20 ár.
Hann var kosinn á alþing 1921 og hefur setið
þar síðan, og 6 ár var
hann í bæjarstjórn
Reykjavíkur. Hann á
sæti í íslenzk-dönsku
lögjafnaðarnefndinni og
Gjaldeyris- og innflutn-
nefnd.
Jón er nú forseti sam-
einaðs Alþingis og er
það ein mesta virðing-
arstaða með þjóð vorri.