Prentarinn - 01.12.1936, Blaðsíða 7
PRENTARINN
31
BRÉF ÞORFINNS KRISTJANSSONAR
FRÁ DANMÖRKU
Á landsfundi prentara í fyrra var meðal
annars rætt um það, að stofna sjóð, er vera
skyldi til styrktar göinluin prenturum, er hætt-
ir væru vinnu og ekki hefðuannaðen ellistyrk
að lifa af, og nú er þetta mál komið í fram-
kvæmd. Frá 1. október síðastl. fær hver sá
prentari, sem hættur er vinnu og er fullra
05 ára að aldri 30 króna styrk á mánuði eða
300 kr. á ári. Hefur vikuiðgjald til félagsins
verið hækkað um 50 aura á viku, sem svo
rennur í þenna styrktarsjóð til uppgjafa-
prentara. Þó er sá liængur við þetta, að
styrkur þessi nær aðeins til þeirra prentara,
sem létu af vinnu síðastl. haust. Það eru þvi
margir gamlir félagar, sem ekki verða styrks
þessa njótandi. Hefir þetta valdið töluverð-
mönnum, að prentlistin væri flatarlisi, hefði
aldrei verið og gæti aldrei orðið annað.
A sjöttu samkomunni ræddi Hallbjörn um
..leturgerðir (gerði samanburð á fornumletur-
gerðum og nýjum), línuskipanir á titlum,
kenningar Einsteins liins þýzka um viðmið-
að gildi hlutanna o. fl. Mesta athygli vakti
mál hans um línuskipanir. Skipti hann jieim
í þrjá aðalflokka: hina jöfnu línuskipan, þrí-
skiptu og trektarlöguðu. Kvað liann liina
jöfnu linuskipan vera elzta, eldri en prent-
listina sjálfa og upprunna frá bókritunarlist
miðaldanna. Hinni þrískiptu línuskipan skipti
liann í fjóra flokka og kvað hana nær ein-
ungis koma fyrir i sátri titla og atfella. Trekt-
arlöguðu línuskipanina greindi hann í tvo
flokka, hina réttu og öfugu.“
Eins og menn sjá á framanrituðu, er það
ekki litill fróðleikur, sem prentarar gætu sótt
til Hallbjarnar, og ættu þeir, sem geta, að
borga honum fyrirhöfn hans og áhuga með
því að fjölmenna vel á samkomur Prentlistar-
sóknarinnar. Það mun hann þiggja bezt að
ómakslaunum.
Samkomum í sókninni er nú frestað fram
yfir nýjár, en munu hefjast aftur fyrsta mið-
vikudagskvöld í janúar næsta ár.
Listin lifi!
um umræðum innan stéttarinnar og lika
óánægju af hálfu hinna gömlu félaga, sem
ekki verða styrks njótandi. Það eru því allar
líkur til þess, að þessu ákvæði verði breytt
bráðlega, þannig að styrkurinn nái' til allra
þeirra, er látið liafa af vinnu fyrir ellisakir.
Að styrkurinn ekki er hærri, stafar af því,
að ellistyrktarlögin ákveða, að styrkþegar
megi ekki liafa hærri aukatekjur en svarar
þeirri upphæð (360 kr. á ári), er hér hefur
verið greind. Þótt styrkur þessi sé ekki hærri,
kemur hann þó að góðum notum.
Það standa nú samningar fyrir dyrum. Nú-
gildandi samningar milli prentara og prent-
smiðjueigenda eru útrunnir 1. febr. 1937.
Hvað aðalsamningsatriðið verður, er örðugt
að svara, eins og stendur, sennilegt, að það
verði stytting vinnutimans og aukið sumar-
leyfi. Hvað snertir stytting vinnutímans, þá
má sjálfsagt fullyrða, að flestir séu þeirrar
skoðunar, að um það geti ekki verið að tala,
nema því aðeins, að launin haldist óbreytt.
En skoðun manna er þó nokkuð skipt, hvað
þetta snertir, einnig innan stjórnar félagsins.
Það hefur seinustu árin verið gert talsvert
lil þess að gera móttöku nýsveina hátíðlegri
og hátiðlegri en tíðkazl liafði áður fyrri, ekki
aðeins innan prentarafélagsstéttarinnar, held-
ur líka innan ýmsra annara iðngreina. Prent-
arafélagið hefur boð inni fyrir alla nýsveina
einu sinni á ári. Býður formaður þá vel-
komna i hóp hinna eldri sveina, og svo
setjast menn að snæðingi (pylsugildi) og
skemmta sér með samræðum fram að mið-
nætti. Ég minnist í þessu sambandi „sveina-
gildis“ míns: Heilflaska af 3- stjörnu koníaki,
sem við drukkum við vaskinn í ísafold, kost-
aði víst kr. 3,50, en síðan eru lika 30 ár!
Khöfn, í nóvember 1936.
Þorf. Kristjánsson.
GJALDKERI HÍP
er til viðtals á þriðjudögum kl. 6—7, í
Alþýðuhúsinu, 4. liæð.