Prentarinn - 01.12.1936, Page 8
32
PRENTARINN
t STEFAN RUNÓLFSSON
PRENTARI - LÁTINN
Hann lézt 22. október og var jarðaður 3.
nóvember.
Stefán Runólfsson var fæddur 28. deseni-
ber 1803 að Bergvaði í Hvolhreppi i Rangár-
vallasýslu. 15. maí 1885 bóf hann prentnám
í ísafoldarprentsmiðju og vann þar í nokkur
ár. Síðan var bann eitt ár við sjóróðra. Svo
vann hann einn vetur i prentsmiðju Sigfúsar
Eymundssonar og eftir það, lil ársins 1893,
oftast nær í ísafoldarprentsmiðju. Þá um
haustið ræðst hann til Skúla Thoroddsens á
ísafirði og vinnur í prentsmiðju Þjóðviljans
unga fram til vorsins 189(i. Haustið 1897 setti
hann á stofn prentsmiðju og starfrækti hana
til vors 1901, að hann seldi hana félagi á ísa-
firði. Flyzt hann þá til Reykjavíkur og er
forstjóri Aldarprentsmiðju i tvö ár, en hverf-
ur síðan frá prentstörfum þangað til árið
1915, að hann tekur enn til vinnu í ísafoldar-
prentsmiðju og er þar, unz hann hættir að
fullu 14. april 1923.
Hann gekk í HÍP 9. marz 1916.
Stefán Runólfsson mun hafa verið einna
fjölhæfastur allra islenzkra prentara, enda
fekkst hann við margt um æfina auk prent-
vinnunnar. Hann gaf út Iilaðið Hauk og var
ritstjóri þess, en það var mjög vinsælt. Flutti
það fréttir, mikið af myndum og sögur, og
mun Stefán hafa verið brautryðjandi á þessu
sviði blaðamennskunnar hér á landi. Man sá,
er þetta ritar, hve mikill fengur honum þótti
í lestri þessa skemmtilega blaðs. Stefán var
og stuttan tíma ritstjóri blaðsins Reykjavík.
Stefán fekkst við þýðingar leikrita, og leik-
listinni helgaði hann mikinn tíma á seinni
árum. Hann starfaði hjá Leikfélagi Reykja-
víkur sem leilcari og gervibúningasmiður og
þótti þar, að dómi kunnugra, ómissandi
maður.
Úrsmíði og ljósmyndagerð fekkst hann og
talsvert mikið við.
PRENTARINN sneri sér til eins þeirra
manna, sem unnið hefur með Stefáni í prent-
smiðju, og sagði hann þessi orð um þennan
látna félaga:
„Þau fjögur ár, sem við unnum saman,
minnist ég ekki, að nokkur hafi orðið ósáttur
við Stefán. Þó var það einu sinni, að lionum
og öðrum sinnaðist ofurlítið, eins og reyndar
oft kemur fyrir. Báðir héldu hlut sinum fram,
en þó fór svo að lokum, að Stefán liafði betur.
Hann var þéttur á velli og þéttur í lund, fjöl-
hæfur maður og lagði á margt gerva hönd.
— Nú er prentarastéttin orðin mannmörg.
Ég efast ekki um, að i stéttinni séu bæði
skáld og listamenn. Þó hygg ég, að fáir eða
engir innan stéttarinnar séu eins fjölhæfir og
Stefán var. Þeir komast þar að, en ekki fram
yfir.“
Stefán Runólfsson kvæntist 3. marz 1899
Arnfríði Ólafsdóttur. Áttu þau mörg börn
saman, og meðal þeirra eru Magnús prentari
og Ólafur handsetjari, báðir í ísafoldarprent-
smiðju.
PRENTARAR UTAN REYKJAVÍKUR!
Sendið blaðinu stuttar greinar eða fréttir
um mál, sem við koma iðninni eða stéttinni.
Reynum að láta PRENTARANN tengja sam-
an, betur en verið hefur, félaga um land allt!
— Heimilisfang blaðsins: PRENTARINN,
Alþýðuhús Reykjavíkur.
RITSTJORI: JÓN H. GUÐMUNDSSON
Herbertsprent, Bankastræti 3, prentaði.