Prentarinn - 01.01.1944, Page 11
letrið eða í myndirnar, sem við erum að
prenta, og mynda stórar og smáar klessur,
svo við þurfum oft að stanza vélina til þess
að þvo og hreinsa þennan ósóma. Okkur
hættir við að kenna þetta slæmri steypu, en
orsökin er oftast önnur.
Þegar við prentum forma, sem ekki fylla
út í vélina, þá kemur liturinn sem seitlast
út til hliðanna í litakassanum ekki að not-
um við prentunina, en safnast á valsaend-
ana og myndar þar húð. Af snúningshraða
vélarinnar hitna svo valsarnir og afleiðing-
in verður sú, að þeir byrja að molna.
Gott ráð við þessu er að láta svolítið af
olíu, feiti eða þunnu fernis á valsaendana,
meðan vélin gengur. Ef um stór upplög
er að ræða, er ráðlegt að láta tusku vætta
með olíu í litakassann. Prentarinn verður
að gæta þess, að valsarnir hitni ekki. Ef
hann gerir það, endast þeir betur en ella.
Eg vil aftur taka það fram, að góðir og
vel hirtir valsar eru höfuðskilyrði fyrir
góðri prentun; er því sjálfsagt að skipta
um, þegar þeir eru farnir að grennast og
harðna eða molna.
Þvoið valsa að loknum vinnudegi, ef þið
eruð með Iit í vélinni, sem hætta er á að
þorni yfir nóttina. Það sparar bæði valsa
og vinnu. Þvoið með steinolíu en ekki benzini.
Munið, að losa um valsana að kveldi, svo
að þeir liggi ekki saman yfir nóttina. —
Gætið valsanna vel, það léttir og fegrar
vinnuna. Geymið þá valsa, sem þið ekki
notið daglega, í lokuðum skápum, og gætið
þess, að smyrja þá vel með hreinu vaselíni.
BENDLAR OG SNÚRUR.
Það eru ýmis óþægindi, bæði stór og smá,
sem prentarinn verður fyrir við vinnu sína,
þar á meðal er það, þegar bendlar eða
snúrur slitna, skemma bæði sats og tilrétt-
ingu og þvælast utan um valsana. Til þess
að komast hjá þessum vandræðum, er eina
og sjálfsagða ráðið það, að gæta öðru hvoru
að hvort þessir hlutir eru í lagi. Það er
hægara að skipta um bendlana eða snúrurn-
ar áður en þeir slitna alveg, með þvi að
festa þeim nýja við þann gamla og með
honum færa hinn nýja á sinn stað. Þegar
nýr bendill er settur á, er betra að festa
hann við hinn gamla með nálspori heldur
en prjóni, því þá er síður hætta á að hann
snúist, en snúnir bendlar eru leiðinlegir.
Ef þessa er gætt, sparast hæði tími og leið-
indi.
Ef bendlar eða snúrur eiga að endast vel,
þarf að gæta þess vandlcga, að ásar og rúll-
ur snúist vel og liðugt, allt sé vel smurt, og
ekkert of spennt. — Þegar færa þarf rúll-
ur, þá varizt að slá í þær með berum hamr-
inum eða lykli, því það skemmir á ýmsan
hátt, skekkir rúllurnar, myndar ójöfnur á
ása, svo að erfitt verður að færa til á þeim
síðar. Hafið heldur tréklossa á milli eða
notið tréhamar. Skennndir ásar og rúllur
valda öru sliti á bendlum og snúrum. —
Ef bendlar sem slitna, valda skemmdum á
„dekki“ (án þess að „knúsa“ letrið) þá
má oft hæta úr því með því að væta bælda
staðinn með vættri tusku eða tvisti; við
það ýfist og bólgnar pappírinn og fyllir
upp. Ef það ekki stoðar, verður auðvitað
að skipta um „dekk“. — Það er hægara
að koma fyrir nýjum bendli eða snúru, ef
maður veit hver lengdin er. Skrifið því hjá
ykkur málið, svo þið getið fyrirfram klippt
i ákveðnar lengdir.
FÍNASTI PAPPÍRINN.
f Síam er búinn til fínasti pappír, sem
þekkist. Hann er framleiddur úr tré, sem
heitir „Jon-Koi“. Börkurinn er soðinn, án
þess að nokkuð sé saman við, hvorki lím
né annað, og síðan valsaður í arkir. Síam-
búar nola þenna pappír sérstaklega til þess
að búa til úr honum hinar sérkennilegu
Musterisbækur sinar, sem eru lagðar sam-
an á svipaðan hátt og harmoníka. Áður
en pappírinn er notaður, er hann gerður
gljáandi með Kræklingsskeljum, og strax á
eftir má skrifa á hann með bleki eða mála
á hann með allskonar litum. Þessi pappír
er mjög hentugur fyrir teiknara og málara;
það sýna hinir undraverðu, lýsandi blóma-
og jurtalitir í hinum máluðu musterisbók-
um þeirra Síamsbúa.
Hvað eftir annað hefur ríkisstjórnin i
Síam fengið fyrstu verðlaun fyrir þennan
pappír á stórum sýningum víða um heim.
Prentarinn 25