Prentarinn - 01.12.1944, Side 3
Reykjavlk des. 1944
23. árgangur
2. tölublað
PREMTARINM
BLAÐ HINS ÍSLESZKA PRESTAHAFÉLAGS • HITSTJÓRI ÁRNI GUÐLAUGSSON
Stefán Ögmundsson:
í verkfallslok
Baráttu þá, sem nú er lokið, eftir rúm-
lega mánaðar verkfall, hóf Prentarafélagið
með þau áform í huga að jafna launakjör
stéttarinnar innbyrðis og afla henni réttinda
til jafns við þá launþega þjóðfélagsins, sem
fengið liafa viðurkenningu drýgstra hlunn-
inda.
Flestuin þeim, sem kynntu sér kröfur
okkar við þessa samninga, mun hafa þótt
þær hóflega byggðar og þannig fram settar
að auðvelt mundi að ná um þær samkomu-
lagi á friðsamlegan hátt. Og enda þótt svo
yrði ekki munu jafnvel andstæðingar ekki
telja ósanngirni í kröfum liafa valdið þeirri
stefnu, sem deilan tók. Til þess lágu ber-
sýnilega aðrar og dýpri orsakir: hin tvíráða
aðstaða, sem valdastéttin hafði um þessar
mundir. Hún stóð á krossgötum og átti leiða-
val, annarsvegar um samvinnu við verka-
lýðsstéttina til friðsamlegrar þróunar um
málefni þjóðarinnar, hinsvegar vettvang
harðvítugra átaka milli stéttanna, þar sem
styrkur beggja var slikur að tvísýna hlaut
að rikja um úrslit.
Kröfurnar, sem fyrir lágu frá hinum ýmsu
félögum, sem í deilu stóðu, voru þó hið sjá-
anlega þrætuepli, sem um var deilt og áttu
úrslit þeiri ar deilu að marka þá stefnu, sem
valin yrði í stjórnmálunum. Svo glöggt sýndu
þessi átök hvert stefndi að þau á skömmum
tíma leystu úr læðing öll þau öfl, sem ósk-
uðu samstarfs um friðsamlega lausn þjóð-
málanna í nánustu framtíð og úrslit hinna
einstöku vinnudeilna urðu að sjálfsögðu i
nokkru hlutfalli við þau áhrif, sem þær
höfðu haft á þessa skipan stjórnmálanna.
Kröfur prentaranna voru að því leyti mið-
ur fallnar til harðra átaka en annara, sem i
deilum stóðu, að kaupkröfurnar allar (nema
aukavinnan) voru miðaðar við hækkun hjá
minni hluta sveinanna, konum og nemum,
en ekki hreyft við grunnlaunum vélsetjara,
þótt hlunnindakröfurnar snertu að nokkuru
leyti stéttina alla.
Ég hef heyrt menn, sem bera gott skyn-
bragð á verkalýðsmál, halda þvi fram að
þetta væri svo einstæð samningabarátta, og
reyndi svo mjög á þroska einstaklinganna,
að slíkt væri ekki á færi nema allra traust-
ustu stéttarfélaga.
Það er hverju orði sannara, að hinar ýmsu
kröfur, sem komu aðeins ákveðnum liluta
stéltarinnar að beinu gagni, kröfðust skiln-
ings þeirra, sem minna hlutu að bera úr
býtum. En þessi skilningur kom glöggt í
Ijós í verkfallinu, sem háð var i fullri ein-
ingu og án nokkurra úrtöluradda, sem mark
væri takandi á.
Prkntarinn 13