Prentarinn - 01.12.1944, Qupperneq 6

Prentarinn - 01.12.1944, Qupperneq 6
Ólafur Sveinsson: Þrjátín ára afmæli vélsetningar liér á landi í ár eru 30 ár liðin síðan fyrsta setningar- vélin fluttist hingað til lands og tók til starfa. Okkur ritstjóra „Prentarans“ kom saman um að vel ætti við — og væri jafnvel skylt — að minnast að nokkru þessarar iðnsögulega merkilegu vélar, einkanlega þar sem starfs- ferill hennar endaði á þessu ári, og þetta geta því talizt nokkurskonar eftirmæli henn- ar. Sá maður, sem sjálfsagðastur hefði verið til að rita þessi eftirmæli er nú ekki hér á landi, svo að ég hef tekið það að mér. En því miður kynntist ég vélinni og rekstri hennar ekki fyrr en rúmum tveim árum eftir að hún kom og vissi því lítið eða ekkert um fyrstu byrjunarörðugleikana; ef til vill liafa þeir þó verið sögulegastir. En síðan. allan starfstíma hennar, var allnáið samband milli okkar og ég vann að staðaldri við hana í 11 ár. Vél þessi — Linotype, Model 10 — kom hingað fyrri part árs 1914 í Prentsmiðjuna „Rún“, er þá hóf starfsemi sína. Maður sá, er „kom með“ þessa fyrstu setningarvél hing- að til lands, var Jakob Kristjánsson prentari, er áður hafði verið verkstjóri um tíma í Fé- lagsprentsmiðjunni og þar áður hjá Oddi Björnssyni á Akureyri. Forgöngumaður um kaup á vélinni — og stofnun „Rúnar“ — mun hafa verið Jón heitinn Þorláksson, þá lands- verkfræðingur, og í félagi með lionum um prentsmiðjuna voru þeir Pétur heitinn Hall- dórsson bóksali og Þorsteinn heitinn Gísla- son ritstjóri og ef til vill einhverjir fleiri. Jón Þorláksson hafði kynnzt Jakobi, eins og ýmsum fleiri ungum iðnaðarmönnum á þeim árum, því að hann var þá forstöðumaður Iðnskólans, og Jakob var þar einn vetur. Gatzt Jóni svo vel að honum, að hann réð hann síðar sem forstjóra að þessu nýja fyrir- tæki þeirra félaga. Jakob hafði mikinn hug á að mennta sig sem hezt, og þegar hann fór úr Félagsprentsmiðjunni, sigldi hann til Danmerkur og fór á lýðháskólann i Askov og var þar einn vetur. Um sumarið eftir var hann í Danmörku og vann um tíma i prentsmiðju i Khöfn, en þá uin sumarið réðst hann sem forstjóri þessa nýja prentsmiðju- fyrirtækis. Um haustið fór hann til Lundúna, á fagskóla Linotype-félagsins og lærði þar á setningarvél, uppsetningu þeirra og rneð- ferð. — Síðar lærði hann einnig, á þessum sama skóla, að fara með aðra nýtizkuvél á þessu sviði, sjálf-íleggjandi prentvél („Cen- turette“). Báðar þessar vélar voru þá alger nýjung hér á landi. Model 10 — fijrsta setningarvélin hér á landi. 16 Prentarinn

x

Prentarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.