Prentarinn - 01.12.1944, Page 8
húsnæðinu var háttað þarna, var þetta fyrir-
komulag sérstaklega óheppilegt. Stór kola-
ofn var hafður til að hita upp allan þennan
stóra geim og hann var í endanum fjarst
setningarvélinni. Veturinn eftir að eg byrj-
aði í „Rún“ var frostaveturinn mikli, 1917
—18. Þá var oft svo kalt, að maður varð að
standa upp frá vélinni alltaf öðru hverju, til
að berja sér!, og einn daginn, er við mæld-
um „hitann", komst mælirinn aldrei hærra
en í 2 stiga frost á vélarborðinu, allan dag-
inn! og úti við gluggann var 7 stiga frost.
Þetta var á mánudegi. Það er kalt verk, að
sitja í frosti við vélsetningu marga klukku-
tíma á dag. Var undravert, að maður skyldi
ekki hiða varanlegt heilsutjón af þessari að-
búð. Mér vitanlega varð þó engum okkar,
sem þá unnu i „Rún“, meint af þessu. Eg
get getið þess t. d., að þótt kyrrseturnar við
vélina lentu einna mest á mér, þá vann eg
Víðavangshlaupið um vorið. — Eftir af Fé-
lagsprentsmiðjan keypti „Rún“ — þenn-
an sama vetur, — fengum við olíuofn
til að hita upp horðið og í kringum
okkur. En einn morgun hafði ofninn hitað
svo mikið, að snertifletir ýmsra stafanna á
borðinu höfðu hálfbráðnað, svo að vélin bar
þess alllengi menjar. Má því segja, að vélar-
greyinu var margt misjafnt boðið þennan
vetur. Auk þess sem þetta ólag á upphitun
vinnustofunnar olli okkur miklum töfum og
óþægindum, hafði það auðvitað mikil áhrif
á gang vélarinnar; allt var dræmt, og hæði
setning og aflagning gekk seint og silalega.
Og þegar svona var kalt, var ógerningur að
prenta neitt. Eins og allir vita var elds-
neyti þá rándýrt, svo að kostnaður við upp-
hitun var gífurlegur, þótt árangurinn yrði
svona lélegur. — Svo var gashreyfillinn.
Hann átti það til, að stöðvast þegar hlaðið
— „Lögrétta" — var alveg tilbúið til prent-
unar; kannske eftir að setja einhverja smá-
klausu eða að leiðrétta nokkrar linur. Þá
varð maður að fara að koma honum á stað
aftur — og auðvitað ata sig allan út við það.
Þetta gat stundmn tekið 1—2 eða jafnvel
3 tíma, eftir atvikum. Það má segja, að til
þess að vera vélsetjari þá, þurfti maður líka
að vera „mótoristi", eða a. m. k. að þekkja
kenjar þessa hreyfils; það var óhjákvæmi-
legt.
Þrátt fyrir alla þessa annmarka og örðug-
leika, var samt mikið unnið á vélina og
talsvert prentað í „Rún“ af bókum og tíma-
ritum, auk „Lögréttu", sem var vikublað.
Auðvitað átti dugnaður Jakobs og starfshæfni
mikinn þátt í afköstum vélarinnar, en það,
að unnt var að reka prentsmiðjuna undir
þessum aðstæðum, sýndi, hve möguleikar
vélsetningar væru hér miklir, ef aðstæður
breyttust svo, að þær kæmust á eðlilegt stig,
t. d. þegar rafmagn fengist.
En svo brást gasið; Gasstöðin gat aðeins
selt gas til bæjarbúa 3—4 tima á dag. Og
þá var rekstur prentsmiðju, sem eingöngu
hyggði vinnu sína á gasvélarekstri algerlega
stöðvaður. Þá varð að handsetja „Lögréttu“
í Félagsprentsmiðjunni og upp úr þeim vand-
ræðum keypti Félagsprentsmiðjan „Rún“.
Nokkru síðar lagaðist eitthvað með gasið og
hægt var að halda áfram rekstri vélarinnar,
eins og áður, og nú var önnur vél komin,
sem Félagsprentsmiðjan hafði keypt frá Ame-
riku. Félagsprentsmiðjan bætti nokkuð að-
stöðu sína í þessu efni, er hún keypti stóran
hreyfil, sem luin lét framleiða rafmagn og
safna í geyma handa vélunum; ])ó gekk það
nokkuð skrikkjótt, því að geymarnir vildu
tæmast fljótt á kvöldvaktinni. Það var ekki
fyrr en Reykjavikurbær byggði rafmagns-
stöðina við Elliðaár (1922) sem rekstur setn-
ingarvéla komst í það horf, sem hann nú
er í, og teljast má nokkurnveginn eðlilegt
og hliðstætt erlendum aðstæðum.
Nú í ár, 1944, 30 árum eftir að hún hóf
starfsferil sinn, var „Rúnar“-vélin „tekin úr
umferð“ og verður ekki notuð framar. Hún
hefði að vísu getað enzt lengur, með endur-
nýjun á ýmsum stykkjum, en hún varð að
víkja fyrir „yngri kynslóðinni“, og ln'in var
búin að vinna sitt dagsverk vel. Hún hafði
áreiðanlega borið eigendum sínum góðan á-
vöxt, og ekki aðeins eigendum sinum, lield-
ur líka „stétt sinni“; íslenzku prentarastétt-
inni, sem tók henni með kulda og leit hana
illu auga og hefði helzt viljað henda henni
út i hafsauga, þvi hún hélt i einfeldni sinni
og skammsýni, að hún væri komin til þess
að taka vinnuna úr höndum hennar og brauð-
ið frá börnum hennar. En hún gerði hvorugt.
Hún gerði hið gagnstæða. Hún færði þeim
18 Prentarinn