Prentarinn - 01.12.1944, Síða 10
manni, sem ég að visu hafði verið samtíða,
og taldi mig þekkja svo lilið en var ómann-
blendinn og skipti sér að jafnaði lítið af
öðrum.
Upp frá þessu tók ég að kynnast Gabriel.
Varð okkar kunningsskapur því meiri sem
ég dvaldist lengur með þeim mæðginum.
Vitanlega forðaðist ég að gera þessum hús-
bændum mínum nokkurn átroðning, en ekki
leið á löngu þar til húsmóðirin tók að líta
inn um dyrnar til mín, þær voru beint á
móti, og bjóða mér að koma yfir um og
þiggja kaffibolla. Það er ekki að orðlengja
það, þessar heimsóknir urðu að föstum vana
og ég kunni betur og betur við mig í félags-
skap þeirra mæðgina.
Við fyrstu kynni og eftir lýsingu sumra,
þeirra sem aldrei kynntust Gabriel nema i
umgengni á vinnustofunni, mátti ímynda sér,
að heimilislíf þeirra mæðgina væri þannig,
að Gabríel kæmi skálmandi frá vinnunni,
þeytti af sér hlífðarfötum, en tæki síðan
að rása fram og aftur á gólfborðunum, haf-
andi allt á hornum sér, urrandi með kryppu
upp úr bakinu, og hárin standandi í allar
áttir, en gamla konan fæli sig bak við stól
eða rúmgafl eða þar sem helzt væri lífvæn-
legt. Engu sliku var til að dreifa. Gamla
konan hugsaði um húsið, en Gabriels fyrsta
verk, þegar heim var komið var það, að taka
til við lestur, en bókasafn átti hann mikið
og vandað, sérstaklega sögulegs efnis en
einnig skáldskaparlegs og var ötull að afla
þeirra bóka i safn sitt, er voru honum hug-
leiknar, og trauðla var hægt að hugsa sér
friðsamlegra heimilislíf. Þegar ég kom inn
til lieirra, hóf Gabriel vanalega að segja frá
ýmsu, mönnum eða málefnum, úr bæiarlíf-
inu frá hans yngri árum, var það bæði fróð-
legt og skemmtilegt, þvi Gabríel sagði vel frá
og var stálminnugur og skemmtilegur i frá-
sögnum. Hann hafði verið sandiðarmaður
Steingríms Thorsteinson, Benedikts Grön-
dal og þeirrar tíðar manna og jafnvel oft
verið sendur með prófarkir heim til þeirra
af verkum sem fyrir ])á voru prentuð og
hafði hann frá ótalmörgu að segia af hátt-
um þessara manna og fleiri, en Gabríel tók
vel eftir þvi. sem honum þótti þess vert. Var
hann þá ekki þurr á manninn, en lék á als
oddi og var hinn glaðværasti, en hversu oft
sem ég kom á þessa „kvöldvakt“ varð aldrei
þurrð á skemmtilegum frásögnum Gabríels
og alltaf var mér það óblandin ánægja að
vera velkominn á heimili þetta, en ég var
það upp frá þessu og til hins siðasta.
Gabríel hélt sig mikið lieirna framan af
meðan móður hans naut að; mundi hann
hafa getað sagt um heimili sitt það sama
og Englendingar segja: „My home is my
castle". Hann var óvanalega ómannblendinn
maður og fór hjá sér i margmenni, en fyrir-
leit allt slentur á götum úti, sökkti sér al-
gerlega niður í hugðarefni sín, en var ókunn-
ugur tilveru þess, sem þar var fyrir utan.
Lif hans framan af varð því mest kyrrsetur.
Gabríel gat samt verið atorkusamur ferða-
maður ef því var að skipta og kom það
mér mjög á óvart í gönguför sem við fórum
árið 1919 upp Mosfellsdal, niður Ivjós og á
Kjalarnes en þaðan til Reykjavíkur. Ég varð
ekkert hissa á því, að hann þekkti alla bæi
og öll örnefni og sögu þeirra og gat frætt
mig um þetta allt, en ekkert af þessu hafði
hann áður séð öðruvisi en af lestri og sýndi
þetta bezt með hversu mikilli athygli hann
las er hann kaus að fræðast. Hitt kom nr>'
á óvænt hversu þolinn göngugarpur hann
var og átti ég fullt í fangi að fylgja honum
þótt ég væri vanur gönguferðum í þá daga.
í þessari ferð lét Gabríel sig ekkert muna
um það að skreppa heim að bæ eða upp á
einhverja hæðina, ef hann fyrir það fékk
gleggra yfirlit yfir það sem hann vildi fræð-
ast um.
Benedikt Gabríel Benediktsson var lengst-
af prentari og féll það slarf vel, en hann
var lika afburða ættfræðingur og hefur sam-
ið mesta fjölda ættartalna, en sögufróður var
hann svo af bar um islenzk efni og það var
metnaður hans, sjálfs sín vegna og fyrir
hönd stéttar sinnar, að gutla þar ekki ein-
vörðungu á yfirborðinu. Furðaði mig oft
á því hve nenninn hann var að tala við mig
um þessa hluti annað eins kálhöfuð og ég er
á þessu sviði, en það sýnir bezt hversu hug-
leikin honum voru þessi mál. Ég veit til þess
að Gabríel safnaði drögum að sögum ýmissa
merkra manna og er það verk sögufróðra að
gaumgæfa það og nýta. Sjálfur viðurkenndi
Gabríel að hann væri ekki rithöfundur eins
og það orð vanalega er skilið og hefði ekki
20 Prentarinn