Prentarinn - 01.12.1944, Blaðsíða 11

Prentarinn - 01.12.1944, Blaðsíða 11
haft tima til þess að sinna fróðleik á þeim grundvelli, heldur væru það mestmegnis drög, sem hann hefði viðað að sér og yrði það þvi annarra að hagnýta það, en skáld- skapargáfu mun hann hafa skort — þótt hag- mæltur væri — og það mun hann hafa fund- ið og háði það honum að njóta sín á stærra sviði. Safn hans mun vera mikið að vöxtum þvi hann vann fús að þessu. Það mun vera fremur lítið sem birtzt hefur á prenti eftir Gabriel, en um margra ára skeið samdi hann Árbókina í Þjóðvinafé- lagsalmanakið, Félagsmannatalið i Afmælis- riti Prenlarafélagsins samdi liann og langc mun hann hafa verið kominn að semja full- komið Prentaratal, sem til stendur að ú verði gefið. Skrautritun var það sem Gabríel mun hafa stundað af mestu kappi alla ævi og varð hann af þvi landskunnur, enda var hann frábær snillingur á því sviði. Sjálfur sagði hann mér, að hann hefði, þegar á barns- aldri, tekið að stunda þessa iþrótt og lagt sig allan fram um að fullkomna sig á því sviði. Náði hann svo miklum árangri, að merkir menn liér áttu hlut að þvi að liand- bragð hans var sýnt á erlendum vettvangi. Benedikt kvæntist á efri árum, en létzt ekkjumaður; varð þeim hjónum einnar dótt- ur auðið sem fermd var síðastliðið vor, efni- legasta barns. Lét Gabríel sér mjög annt um uppeldi hennar og sparaði til þess ekk- ert, að lnin gæti í öllu haldið til jafns við stallsystur sinar. Gabríel var allvel efnum búinn siðari hluta ævi sinnar og mun það frá upphafi hafa verið ásetningur hans, að verða efnalega sjálfstæður. Það þurfti staðfestu í þá daga hjá allslausu og ómenntuðu ungmenni í hinni vinnandi stétt til þess að setja sér slíkt mark, þegar tekjur almennings voru ævinlega langt fyrir neðan brýnustu þarfir. Þeir voru því fáir í þá daga, sem voguðu sér á þau klif og ekki annars kostur en harðfylgis við þenna ásetning. Var ekki annars kostur en að byggja af smámunm, en flestir örvænlu um þvílíkt með öllu eða stórlyndi þeirra varð þeim fjöt- ur um fót. Gat þá svo við borið að þeir laus- látari í þessum efnum litu slika viðleitni óhýru auga. Mun af þessu hafa orðið árekstr- ar á stundum milli þessara skapsmuna. Smekkvisin varð á stundum að láta sér lynda að vera einungis góða barnið, en ásetningur- inn, andstæðingur hennar, varð að ráða. Gat þá svo til borið að smámunir yrði að helzt til stórum hlutum, en hver eyrir metinn um of. Aðgæzla eldri kynslóðarinnar um lífsaf- komu sína verður ekki rétt skilin af nútíðar- manninum nema hann geri sér ljóst að þau heimili voru til, nokkurru fyrir aldamótin, sem söfnuðu útslitnum skinnskóm og skó- bótum til hvtasunnumáltíðarinnar. Sá, sem þetta ritar á ættingja á lífi sem þessu varð að hlýta í æsku sinni. „Undrist því enginn, upp þó vaxi kvistir kynlegir,“ Það er margt fleira, sem gæti freistað mín að minnast á frá samverustundum minum við Gabriel og móður hans, Guðríði. Margt af því mundi máske virðast smámunir og ekki þess verðir að halda þeim á lofti og þó eru það ekkert síður smámunirnir sem gera lif manna geðþekkt, ef þeirra er notið með opnum augum. Það er óráðlegt að horfa með svo mikilli athygli á grjóthnöllungana að góðmálmsí’’ verði ekki vart, sem ef til vill getur í þeim leynst. Arngrímur Ólafsson. Prentneminn. Prentnemafélagið hefnr um þriggja ára skeið gefið út blaðið Prentnemann, og er 3. tölubl. 3. úrg. fyrir skönnnu komið út. Blaða- útgáfa er að sjálfsögðu miklum erfiðleikum bundin hjá nemendasamtökum, þar sem menn eru sifellt að koma og fara, en prentnem- arnir hafa sýnt lofsverðan dugnað í þessu starfi sínu og komið blaðinu út reglulega þrisvar til fjórum sinnum á ári hverju, og spáir það góðu um áframhaldandi starf þeirra í þágu prentarastéttarinnar. Blaðið er þar að auki mjög snoturt að öllum frágangi og ber vott um hugkvæmni og smekkvísi nem- anna sem að því standa. — í ritstjórn Prent- nemans eru nú: Ólafur Jakobsson og Pét- ur Haraldsson. Prentarinn 21

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.